Aumingjar

Þeir byrja á því að maka krókinn á okkar kostnað.

Svo leyfa þeir landinu að hrynja ofan í skuldafen án þess að gera neitt. Hvort sem það var viljandi eða óvart eru þeir óhæfir.

Svo héldu þeir áfram að gera ekkert, eða segja ekkert. Skiptir ekki máli. Þetta eru orðnar okkar skuldir og við eigum rétt á að vita hvað er í gangi.

Svo leyfa þeir fjárglæframönnum að skjóta ennþá meiri peningum undan og gera ekkert til að ná neinu frá þeim. 

Svo þegar þeir eru búnir að bora í nefið í fjóra mánuði, leyfa þeir sér að sprauta piparúða í andlitið á fólkinu sem á að borga brúsann og biðja um vinnufrið í leiðinni?

Er þetta fólk alveg gjörsamlega heiladautt? Út með þetta pakk með góðu eða illu. 


mbl.is Piparúði og handtökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara að drífa sig niður á Austurvöll.  Núna!!

Jon Helgi (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:22

2 identicon

Lögreglan er því miður ekki hæf til að beita almennri skynsemi og beitir því piparúða í staðinn.

Innan skamms verður úðinn notaður allsstaðar í samfélaginu. Ef jói litli borðar ekki hafragrautinn þá kannski hleypur mamma inn öskrandi gas gas gas..

Allt sem þekkt er til óeirðarstjórnar er að þegar lögregla mætir með plastskildi snúast mótmælin upp í ofbeldi. Við getum verið alveg viss um að þeir þekkja þetta og eru sennilega viljandi að búa til ofbeldisfull mótmæli þannig að hægt sé að úthrópa mótmælendur sem ofbeldisseggi.

Óeirðalögregla er almennt ekki talin vera öryggistæki heldur stjórnunartæki í pólitískum tilgangi.  

ari (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fífl sem mega borga. Í færslu á öðru bloggi er talað um að úðað hafi verið á fólk sem var að fara. Er það fíflagangur?

Villi Asgeirsson, 20.1.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Brattur

... vorum einmitt að ræða það á mínu heimili rétt í þessu að fjárglæframennirnir eru að láta okkur borgar sínar skuldir... það á að sækja þessa peninga til þeirra... punktur.. þetta er eitt af mörgu sem sjórnvöld eru alveg máttlaus í að gera eitthvað í...

Brattur, 20.1.2009 kl. 19:33

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála Villi! Það verður augljósara með hverjum deginum sem líður að það þarf að koma þessu liði út. Við reynum að gera það með góðu en þeir mæta okkur með illu. Spurning hvort það leiði það ekki af sér að við förum í þann ham að koma þeim út með illu. Í raun held ég að ef það væri eitthvað embætti yfir þinginu, t.d. siðanefnd eða embættismannanefnd sem færi yfir hæfi, þá væri það þegar búið. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa margítrekað sannað vanhæfni sína og sumir m.a.s. sterklega grunaðir um spillingu. Vanhæfnin ætti að blasa við öllum sem hafa fylgst með fréttum eins og þú gerir augljóslega.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:41

6 Smámynd: Bó

Silence is golden!!

, 20.1.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband