Heilaþvottur?

Ég er bara að spá og fólki er velkomið að leiðrétta mig ef ég er að bulla, en...

Er það rétt sem ég sé að þegar talað er um ESB aðild, er það alltaf sett upp sem lausn? Af hverju sé ég aldrei gagnrýni á hugsanlega ESB aðild? Ég er ekki að segja að hún sé endilega slæm hugmynd, enda á þjóðin öll að ákveða það, en hvernig á það að vera hægt ef maður sér bara fréttir um að allt muni lagast með ESB aðild? Eða að allt muni fara fjandans til án hennar?


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Írar standa frami fyrir gjaldþroti og þeir eru í ESB og með Evru og búnir að þjóðnýta lífeyrisjóðina til að reyna að komast hjá þroti. ekki hjálpar evran og esb þeim, afhverju ætti esb og evra að hjálpa okkur?

Fannar frá Rifi, 19.1.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Andri, Írar eru að ræða það hvort sé hagkvæmara að segja landið úr esb og evru eða lýsa yfir gjaldþroti. ekki eins svakalega? trúir þú esblygi moggans?

Fannar frá Rifi, 19.1.2009 kl. 16:48

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Því miður er það svo að það er alveg jafn gott að hlusta á Mikka mús eða Andrés Önd eins og að hlusta á þennan hagfræðing ásamt fleirum úr þeirri stétt og sérstaklega um þessar mundir. Þeir halda of mikið og vita of lítið.

Það ríkir sama ástand víða í hagfræðibransanum eins og ríkt hefur í banka- og fjármálageiranum. Allt hefði að minnsta kosti verið jafn slæmt - og jafnvel enn betra - ef Mikki Mús eða Andrés Önd hefðu setið við stjórnvölinn.

Willem Buiter er strax búinn að gleyma hvað hann sagði þann 30. október síðastliðinn.

CEPR: Hrun íslenskra banka: ófært og gallað viðskiptalíkan

Þess ber að gæta að Willem Buiter er einn helsti talsmaður fyrir því að nánast allur heimurinn taki evrur uppúr hattinum og galdri draumaríkið í einum stórum hókus pókus inn á stofugólf allra. Hans heitasta ósk er að heimland hans, Bretland, taki upp evrur. En breska pundið er elsti gjaldmiðill sem er í notkun í heiminum í dag. Þetta virðist því miður vera orðin árátta hjá honum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.1.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Historiker

Þið hérna fyrir ofan: hættið að lesa amx og annað sorp. Þó að  það sé einn og einn trúður í Bretlandi eða Írlandi sem vill úrsögn úr ESB er það engin frétt. Það er engin almenn eða alvöru umræða um slíkt í þessum ríkjum. ESB ríkjunum á eftir að fjölga, ekki fækka, og það á líka við um ríki sem notast við Evruna.

Historiker, 19.1.2009 kl. 18:08

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ísland var fyrst niður og hefur því einstakt tækifæri til að verða fyrst upp aftur líka! Það mun hinsvegar vera undir okkur sjálfum komið en ekki útlendingum (ESB) hvernig það heppnast, og hefst einungis með yfirvegun og dugnaði, en einhverskonar töfralausnir hvað þá hálfvelgja (aðildarumræður, kannski, haltu mér slepptu mér...) munu engu breyta um það.

Lettland er í ESB og nýbúið að fá aðstoð frá IMF, en samt er allt í steik þar út af skarpri niðursveiflu, en hagvöxtur þar hefur undanfarin ár verið einna mestur innan ESB. Það sem af er árinu hafa verið mótmæli út af efnahagsástandi þar flesta daga sem á köflum hafa snúist upp í óeirðir og slagsmál við sérsveitina. Um dagin var t.d. þinghúsið þar grýtt af mótmælendum, ekki með eggjum og mjólkurvörum heldur með gangstéttarhellum og molotov kokteilum!

Bretar eru í ESB en eru líka í tómum vandræðum, þeir standa t.d. í dag frammi fyrir því að þurfa líklega að þjóðnýta að fullu Royal Bank of Scotland sem er einn stærsti banki heims, og eru um leið að undirbúa björgunarpakka númer tvö á aðeins þremur mánuðum. Staðreynd málsins er nefninlega sú að alveg eins og kom fyrir hér á Íslandi 2008 þá eru nánast allir bankar í Bretlandi orðnir tæknilega gjaldþrota, en eru samt keyrðir áfram með leynilegri seðlaprentun Englandsbanka. Á meðan íslenska "lausnin" átti að vera ríkisvætt kennitöluflakk þá virðist breska leiðin vera fölsun gúmmítékka!

Og nú liggja Danir í því með sína banka þrátt fyrir að vera í ESB og í reynd komnir með Evru frá því að gengi dönsku krónunnar var fest við hana. Jafnvel á móðurjörðinni Þýskalandi, heimalandi Evrópska Seðlabankans eru vandræðin víst bara rétt að byrja.

Það sama er svo sem uppi á teningnum vestan Atlantshafsins líka, þar eru bankarnir ekki bara komnir í rautt heldur langt niður fyrir núllið, og prentvélarnar keyrðar í botni til að "fjármagna" (rukka almenning um) hvern björgunarpakkann á fætur öðrum. Nýjasta útspilið í þeirri vitleysu var þegar Larry Flynt útgefandi Hustler og Joe Francis höfundur Girls Gone Wild báðu ríkisstjórnina nýlega um 5 milljarða dollara björgunarpakka fyrir klámiðnaðinn! Rétt eins og í Weimar lýðveldinu á sínum tíma þá er líklega í uppsiglingu óðaverðbólga þarna, þannig að bráðum verða allir dollarar eins og Zimbabwe dollarar. Bara spurning hvort þetta endar nokkuð með styrjöld í þetta sinn?...

P.S. Gunnar ég er hjartanlega sammála þér að mörkin milli hagfræði og stjörnuspeki eru í besta falli óljós, þó vissulega séu til skynsamir menn þar innan um ef vel er leitað. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 19.1.2009 kl. 18:25

6 Smámynd: Historiker

Bofs: er ekki frekar að fara í gang verðhjöðnun samfara minnkandi eftirspurn?

Historiker, 19.1.2009 kl. 18:32

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, hagfræðin á erfitt um þessar mundir, enda á hún að hafa það erfitt núna því hagfræði eru samfélagsvísindi og því afar erfið íþrótt því homo sapiens er erfiður viðfangs. Það var alls ekki meining mín að gera lítið úr hagfræðinni - en við erum í ókönnuðu landslagi núna og því afar erfitt að spá og þá sérstaklega um framtíðina. En hagfræðingar eru einstaklega góðir í að útskýra fyrir þér í dag hvers vegna það rættist ekki sem þeir spáðu í gær.

.

Historiker myndi væntanlega EKKI vilja eiga neinar eignir í verðhjöðnun því þar er hætta á að allt að engu og allar fjárfestingar fara í full stopp því enginn vill fjárfesta í svoleiðis umhverfi. Verðhjöðnun er hræðilegt ástand.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.1.2009 kl. 19:06

8 identicon

Endemis bull er þetta. Það fer allavega lítið fyrir nefndum "stórfréttum" um Írland annarsstaðar í Evrópu. Og þó svo væri, hvað hefur það með málið að gera?

Hvað færð þú Gunnar út úr því að ræta og setja þig á hærri stól en Willem H. Buiter, prófessor í evrópskri stjórnmálahagfræði við London School of Economics?

Það er eins og sumir séu svo uppteknir af að mála allan heiminn með hinum einu og sömu fátæklegu litum og við þekkjum á íslandi. Má ég benda ykkur á að því miður eru litatónarnir óendanlega fleirri í stærri samfélögum.

Ég held einnig að þið félagir góðir ættuð að prófa að hlusta á fólk sem hefur staðið utanvið og horft inn í þetta einstaka ökullar samfélag sem hefur myndast á Íslandi síðustu áratugi. Örsamfélag sem hefur talað sig upp í að allt sé best hér á landi og við séum best og mest og allir aðrir eru bara jólasveinar. Ef við erum svo upptekin af okkur sjálfum og okkar eigin ímyndaða ágæti endum við sem óþekkta samfélagið á páskaeyjunum með ótölulegan fjölda algjörlega óskiljanlegra steinstyttna sem engir aðrir en hinu horfnu eyjarbúar gátu skilið hvers vegna voru reistar.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 19:10

9 Smámynd: Historiker

Gunnar: Það liggur bara í eðli samdráttarskeiðsins. Síðan eykst eftirspurn og þar af leiðandi verðbólga þegar kreppunni lýkur. Verðhjönun hlýtur samt að vera skárra ástand en óðaverðbólga.

Historiker, 19.1.2009 kl. 19:11

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Thor, ég benti á að í október skrifaði þessi sami hagfræðingur að evruaðild hefði ekki ekki hjálpað bönkunum. Við vitum það sjálf núna. Þessi hér eftirfarandi ummæli Butier:

--------------------

Um íslensku krónuna sagði hann vel hægt að halda henni. Líklega myndi það samt þýða að gjaldeyrishöftum þyrfti að viðhalda í um það bil tíu ár hið minnsta, auk þess sem íslenskt hagkerfi yrði án tengingar við opna erlenda markaði og myndi að miklu leyti fara að snúast um landbúnað og fiskveiðar á ný.

--------------------

. . segja meira um hann sjálfan en orðum tekur að eyða á. Þetta er náttúrlega sprenghlægilegt og lýsir einungis því hvernig maðurinn er pólitískt innréttaður í hita leiksins. Ef raforkusala og álútflutningur er landbúnaður þá er Buiter smjörfjall.

Háa hestinn setti hann sig sjálfur uppá með þessum orðum: Seðlabankinn sé rúinn trausti á erlendum vettvangi og sé alls staðar álitinn „mjög getulaus“.

Þetta er einfaldlega ekki rétt. Alveg sama hversu oft þetta er sagt í Mogganum þá er þetta bull.

Íslenska krónan gæti því reynst besta vörnin fyrir Ísland gegn því að menn fari í stórmennskubrjálæðisleik aftur, á kostnað skattgreiðenda. Þessutan þá verður bankarekstur hola ofaní jörðina næstu 50 árin. Alger skítahola um allan heim. Stjórnendur bankanna, Andrés Önd & Co, sáu sjálfir fyrir því. Alveg sjálfir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.1.2009 kl. 20:09

11 identicon

Það er skýring til á þessu og þú ert ekki einn um að taka eftir þessu trúboði. 

Fjölmiðlungar bæði á ríkis og Baugsmiðlunum eru svo undir ægivald ESB trúboðsins seldir að þeir telja trúboðið sjálft lýðræðislega og fræðandi umræðu.

Ef þeim er bent á einhvern sem er efins um ágæti ESB til að tala við þá segja þeir einfaldlega að þeir ræði ekki við menn sem stundi áróður.

Þetta hefur gerst og þarf ekkert að velkjast í vafa um hæfileikaleysi fjölmiðlafólks á Íslandi og hlutdrægni þess. 

Þetta er sama fókið og mærði útrásarvíkingana og kölluð viðvaranir öfund og forpokun en hefur ekki enn beðið þjóðina afsökunar á fylgispektinni.   Þetta lið er enn við sama heygarðshornið.

101 (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 20:09

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Historiker. Jú mikið rétt. En hvað ætti að koma eftirspurninni af stað þegar um elliheimili er að ræða? Í svoleiðis hagkerfum verður erfitt að sparka neyslu og fjárfestingum í gang. Til dæmis þá er ekki lengur hægt að örva neyslu í þýska hagkerfinu. Það er læst. Ef einu sinni kemst á verðhjöðnun í svoleiðis samfélagi þá er ekki víst að hún stoppi aftur. Alveg eins og það gengur illa að stoppa vítahring verðbólgu. Öllum fjárfestum (þeir sem festa fé sitt í atvinnurekstri) er illa við afleiðingar verðbólgubaráttu. En þeim er þúsund sinnum ver við verðhjöðnun. Hún er hin últimatíva hryllingsmynd fjárfesta.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.1.2009 kl. 20:21

13 Smámynd: Historiker

Já það hefur vissulega verið kvartað yfir því hvað þjóðverjar eru lélegir neytendur, þ.e.a.s tregir til þess að fá lánað fyrir óþarfa drasli sem þeir hafa ekki efni á, eða tíma ekki að staðgreiða. Er það einhver hagsældardraumur að allir séu ultraneytendur eins og í BNA? Ekki finnst mér það, enda hefur mér hvergi liðið betur en í höfuðborg Þýskalands. Gat nú ekki séð að fólk væri óhamingjusamara þar en hér á neyslu-og geðlyfjaeyjunni.

Historiker, 19.1.2009 kl. 20:30

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jón, framgangur Írska hagkerfisins hófst 12-16 árum áður en evra varð að gjaldmiðli. Allur framgangur Írska hagkerfisins hefur EKKERT með evru að gera. Ekkert. En hrun Írska hagkerfisins er hinsvegar beintengt við evruaðild Írska hagkerfisins. Já beintengt!

Það virkar vel að lækka skatta á vinnandi fólki, það gerðu Írar og það þarf ekkert ESB til þess.

Það vikrar einnig vel að lækka skatta á fyrirtæki, það gerðu Írar og það þarf ekkert ESB til þess.

Það virkar vel að brjóta niður risaútgjöld ríkisins, það gerðu Írar og það þarf ekkert ESB til þess.

Af hverju ættu Írar að vera betur staddir núna en með Írska pundið Jón? Af hverju?

Þetta er orðinn frasi sem keyrir af sjálfu sér eins og halelúja. Þetta er þvættingur. Sannleikurinn er hinsvegar sá að núna gætu Írar varla verið verr staddir en með þetta evru skrífli inni á gafli hjá sér. Hún er allt að drepa hjá þeim.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.1.2009 kl. 20:37

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Historiker. Hver á að neyta þeirra afurða sem Þjóðverjar flytja út? Draugar eða englar? Eða eiga kanski Bandaríkjamenn að vera neytandi alls heimsins til þrautvarna?

Ef Þjóðverjar eru að verðhjaðna þá mun það pressa niður laun á öllu evrusvæðinu og einnig velferð almennings.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.1.2009 kl. 20:41

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég verð að segja, að ég lít ekki á Willem H Buiter sem neinn gvuð og mér finnst áberandi hvað hann er þröngsýnn, varðandi kosti okkar í peningamálum. Hvers vegna einblína sumir svo mjög á Evruna ? Hvers vegna eigum við að eyðileggja alla möguleika okkar um samstarf við ESB, til langrar framtíðar ? Hvers vegna ekki að halda sem flestum möguleikum opnum ?

Því er ekki að leyna, að ég er algjörlega andsnúinn að gefa Brussel óðal feðranna. Hins vegar vil ég að við stöndum rétt að málum og skynsamlega. Okkar bezti kostur núna er að taka upp sterkan innlendan gjaldmiðil sem við baktryggjum með US Dollar. Þetta fyrirkomulag verður undir stjórn Myntráðs.

Með því náum við STRAX stöðugu gengi, lítilli verðbólgu, stöðvum eigna-brunann og getum afnumið lánavísitölu. Ef menn hins vegar vilja ekki stöðugt ástand, þá skulum við fyrir alla muni halda gömlu ónýtu Krónunni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 21:00

17 Smámynd: Historiker

Er Þýskaland ekki búið að vera ýmist stærsti eða næststærsti útflytjandi heims undanfarin ár?

Historiker, 19.1.2009 kl. 21:22

18 identicon

Loftur, hver hagfræðingurinn á fætur öðrum segir að þetta sé eina og besta leiðin fyrir Ísland ef við eigum ekki að verða eitthvert haftaríki. Hvaða möguleika sérð þú, einhverja draumamynd um dollar vænti ég, það hefur nú ekki gefist svo vel fyrir Ekvador sem tók upp dollar einhliða og er í tómum vandræðum í dag vegna gjaldmiðilsins. Eða þú vilt kannski að við höngum á handónýtri  krónu? Ég skil bara ekki fólk sem hefur látið misvitra pólitíkusa sem gera allt til þess að missa ekki völd, sletta smjörklýpum út um allt svo þeir geti haldið áfram að gefa eigur þjóðarinnar til vina og vandamanna. Loftur, hverra hagsmuna ert þú að gæta með þessari arfavitlausu hugmynd um dollarinn?

Valsól, 19.1.2009 kl. 23:01

Valsól (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:24

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Valsól, þú verður að kynna þér málin betur, áður en þú ríkur af stað í trúboð. Þú ert væntanlega að vísa í áróðursmeistara ESB þá Wade og Buiter. Þeir eru komnið út á hálan ís sem hagfræðingar, ef þeir ætla að gefa pólitísk ráð án rökstuðnings. Ég legg til að þú kynnir þér málið á blogginu mínu. Ég skal gjarnan leiðbeina þér þegar þú hefur lesið þér til.

Það sem þú segir um Ekvador er rangt. Í Ekvador hefur verið efnahagslegur stöðugleiki síðan 2000, þrátt fyrir ríkisstjórn kommúnista sem gera allt sem þeir geta til að eyðileggja efnahagskerfið og koma á alræði. Forseti Ekvador er Rafael Correa, sem nefnir sig "humanist and Christian of the left". Heldstu vinir hans og efnahagsráðgjafar eru Hugo Chavez einræðisherra í Venezúela og Fídel Castró á Kúbu.

Gengisfelling er ekkert annað en þjófnaður og kommúnistar eru manna iðnastir við þann leik. Greinilegt er að Hugo Chávez er potturinn og pannan í tilraunum kommúnista til að skapa byltingarástand í Suður- Ameríku.

Upptaka USD er nærst bezti kostur allra lítilla hagkerfa. Bezti kosturinn er að festa innlendan gjaldmiðil við USD með Myntráði. Um leið er mikilvægt að þjóðir losi sig við spillta stjórnmálamenn og tæki þeirra seðlabankana. Ég vísa til þess sem Steve H. Hanke segir um ástandið í Ekvador:

Steven Hanke, the professor of applied economics at Johns Hopkins University in Baltimore who advised Ecuador on its switch to the dollar in 2000, said Correa may have difficulty abandoning a policy that has popular support.
"Dollarization provided an anchor of stability and kept interest rates and inflation low," Hanke said. "The consequences of abandoning dollarization would be quite negative. He needs to convince the population that he’s right and they’re wrong."
The last country to give up the dollar as its currency was Liberia in 1985, Hanke said. Many Liberians still prefer to use the dollar, he said.

Stöðugur (fastur) gjaldmiðill er forsenda efnahagslegs stöðugleika, lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðvar eignarýrnun og afnemur lánskjara-vísitölu. Þeir sem vilja láta arðræna sig áfram með jöfnu millibili, ætla að ríhalda í hugmyndina um "sökkvandi flotkrónu".

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband