Getur verið að ríkisstjórnin sé að drepa málfrelsið í landinu?

Ég var að fá tölvupóst með nafninu Neyðarkall til Þjóðarinnar. Þar er talað um að vefsíðum og bloggum sem krefjast kosninga hafi verið lokað fyrirvaralaust. Ég þekki ekki málið og get ekki staðfest þetta, en ljótt er ef satt er. Ég ákvað að birta póstinn í heild sinni hér að neðan svo fólk geti skoðað málið án þess að ég sé að lita skilaboðin með mínu orðalagi. Stórir stafir og annað er eins og það kom fyrir í póstinum.

------ 

Við erum nokkrir aðilar sem hafa haft sig í frammi að auglýsa undirskriftarlista fyrir landsmenn á vefnum  www.kjosa.is og lýsa þar með yfir vilja sínum að fá að kjósa á ný.
 
Nú í dag hefur - heimasíðum, facebooksíðum  og bloggi  okkar hafi verið lokað án nánari skýringa.  
ÖLL GÖGN, ALLAR GREINAR OG LJÓSMYNDIR HAFA VERIÐ HREINSÐAR ÚT Á FACEBOOK SÍÐU NÝRRA TÍMA, Í HÓP SEM KALLAR SIG "ÁKALL TIL ÞJÓÐARINNAR"
  
Skilaboðin eru ÞVÍ skýr frá ríkisstjórn þessa lands TIL OKKAR ALLRA:
 
ÞJÓÐIN FÆR EKKI AÐ RÁÐA ÞVÍ HVORT HÚN VILJI KJÓSA ! 
 
NÚ VILJUM VIÐ HVETJA ALLA -ALLA TIL AÐ MÆTA Á MORGUN KLUKKAN 12:00 Í SKJALDBORGARMÓTMÆLIN  VIÐ ALÞINGISHÚSIР
 
MÓTMÆLUM ÖLL ÞESSUM AÐGERÐUM RÍKISSTJÓRNARINNAR TIL AÐ KÆFA NIÐUR ALLA UMRÆÐU UM KOSNINGAR. 
 
HÉR ER AUGLJÓSLEGA VERIÐ AРBRJÓTA Á MANNRÉTTINDUM  OKKAR ALLRA OG LÝÐRÆÐISLEGUM RÉTTI  OKKAR TIL AÐ KREFJAST ÞESSA AÐ FARIÐ SÉ SKV. LÖGUM ÞESSA LANDS OG AÐ HÉR FARI FRAM  KOSNINGAR HIÐ FYRSTA SAMKVÆMT MARG YFIRLÝSTUM VILJA LANDSMANNA SEM RÍKISTJÓRNIN  ÆTLAR  AÐ HUNSA EINS OG ALLT ANNAÐ. MINNUM Á AÐ ÞÖGN ER SAMA OG SAMÞYKKI! 

SAMEINUÐ STÖNDUM VÉR -  SUNDRUÐ FÖLLUM VÉR! 


mbl.is Íslendingar vilja Norðmanninn burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Bogason

Ef átt er við kjósa.is - þá einu sönnu - þá er þetta ekki rétt.  Bæði skráningarsíða þeirra og Facebook síðan, með myndum er þarna ennþá.  Skil ekki alveg hvað er í gangi.

Guðmundur Bogason, 25.11.2008 kl. 16:42

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mér sýnist ekki vera átt við síðuna sjálfa, en það væri gott að fá nöfnin á þeim síðum sem átt er við.

Villi Asgeirsson, 25.11.2008 kl. 16:49

3 identicon

ég tók líka eftir hakakrosslikingunni í merki þeirra, og í raun hef ég ýmugust á öllu þessu ákalli á "nýja íslandi", nýja hinu og nýja þessu.  Við þurfum ekki endilega "nýja heimsýn", mun frekar siðbót eða afturhvarf til fyrri gilda.  En New World Order fletur allt út um þessar mundir, nálgast eins og gufuvaltari á fullu stími.

 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 17:12

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég vil taka fram að ég er ekki að senda neinum neitt, svo það sé á hreinu. Ég fæ þó eitthvað sent af svona pósti en hef ekki gert athugasemdir við það, því við erum öll í sömu súpunni. Ég skráði reyndar www.nyjaisland.is til að gera eitthvað, en hef ekki haft tíma til að sinna því almennilega. Læt mér nægja að blogga þegar tími gefst. Vilji einhver nota Nýja Ísland til að birta hlutlausar og ólitaðar fréttir, er það velkomið. Synd að láta síðuna rykfalla. Hugmyndir óskast.

En eins og ég sagði að ofan, það væri gaman að heyra hvaða síðum hefur verið lokað. Ég birti þetta hér því mér finnst það ljótt ef satt er, en það verður þá líka að vera hægt að staðfesta lokanirnar. Um hönnunina á fánanum má deila, en ég sé hvað þú átt við. Efast þó stórlega um að það sé af ásettu ráði. Málið sjálfsagt bara ekki hugsað til enda.

Villi Asgeirsson, 25.11.2008 kl. 17:16

5 identicon

Verð samt að vera ósammála um alþingi sem tákn um sjálfstæði okkar.  Það er risakóróna framan á húsinu, og það drýpur occult (dulið) smjör af hverju strái hússins og nágrennisins, alþingishúsið er tákn um vald hinna fáu yfir hinum mörgu á ótal marga vegu.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 17:16

6 identicon

Það gæti orðið nokkuð snúið fyrir blessuð börnin að teikna þennan fána í skólanum. Hann minnir líka óþægilega mikið á merki öfgamanna á fyrrihluta tuttugustu aldar.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 17:20

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála Gullvagninum eins og yfirleitt. Ný heimssýn er ekki svarið nema við séum haldin einhverri þjáningarfíkn. Ég vil samt sjá nýtt Ísland, því það gamla sem gekk út á flokkapólitík og vinagreiða er dautt. Það á bara eftir að grafa það. Ég vil sjá nýtt Ísland án þess að þurfa að taka þátt í nýrri heimssýn Rockefellers og Rotbarnanna.

Villi Asgeirsson, 25.11.2008 kl. 17:23

8 identicon

Til Gullvagnsins:

Sumsé, allt sem er gamalt er gott og blessað. Mér sýnist nú frekar hin gömlu gildi vinapólitíkur, bakklóra og baktjaldamakks vera töluverðir áhrifavaldar þeirra aðstæðna sem nú eru í íslensku samfélagi. Einhvern veginn held ég að það að sitja bísperrtur í túninu heima japlandi á stráinu og loka líðandi tíma út gangi ekkert frekar enn að hlaupa á eftir Hannesi, Davíð og Milton í stuttbuxum beinstífur af græðgi.

Magnús (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 17:34

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sá sem stendur að síðunni kjosa.is bloggaði hér á mbl bloggi og hans síðu hefur verið lokað sem og síðum þeirra sem á facebook settu kjosa.is sem yfirskrift á sínar síður...það er það sem verið er að tala um skilst mér. Illt er ef satt er.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 23:01

10 identicon

Til "Einars??" - Merki alþingis er 666, það sérðu framan á því, ártalið 1.8.8.1 er margkóðað 666, stjörnurnar þrjár á milli tölustafana eru sex arma stjörnur (6-6-6) og þingmennirnir eru (að vísu eftir nýlegar breytingar) 63 eða 6x3 = 666.  Til að kóróna þetta allt er risastór kóróna og innsigli fyrir neðan bónus-flaggstæðið.  Fleiri merki lúsifersdýrkunar er að finna í og við alþingishúsið, þannig að ef við sleppum öllum væmnum glansmyndum úr barnaskólasögu og lesum bara táknmálið, þá þarf ekkiert að velkjast í vafa um hvað alþingi er - það er vald hinna fáu yfir hinum mörgu, hreinn lúsiferismi.

Ég er samt enginn anarkisti, en ég vil að frelsi einstaklingsins sé í heiðri, án afbökunar frjálshyggjunnar.  Valdajafnvægið er milli einstaklinga og kerfisþjónanna (establishment / elíta / einokunaröfl).  Við þurfum sem sé sennilega þing, en við verðum sem borgarar að veita því stíft aðhald.

Magnús - þegar ég tala um siðbót, þá á ég við að þjóðfélagið allt losi sig úr transi mammons og leiti upp þau gildi sem ég tengi við afa minn og ömmu, fólk sem var upp á sitt besta við stofnun lýðveldisins.  Heiðarleiki, umhyggja fyrir náunganum, nægjusemi.

Ég get ekki verið mikið meira sammála um andúð þína á frjálshyggju.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband