Ég ætla að græða! ... burt með spillingarliðið

Af hverju þurfum við lán? Mér er sagt að það sé til að styðja við krónuna þegar hún fer á flot. Sumir óttast þó að hún muni sökkva eins og steinn og lánin hverfa. Við verðum því með verðlausa krónu og lán sem við getum ekki borgað.

Ég sé mér leik á borði. Ég sel húsið hér í Hollandi og set þær evrur sem ég á eftir inn á banka. Segjum að ég fengi 100.000 evrur, því ég er búinn að búa svo lengi í sama húsinu og hér fóru verðin upp út öllu valdi. Ég ætti sennilega ekki meira en 50.000, en segjum 100.000 til að gera dæmið skemmtilegra.

Nú gæti ég keypt mér blokkaríbúð í Fellunum, því evrurnar mínar eru 16 milljóna virði. Ef krónan fer á flot og spár standast, segjum að evran fari í 250 kall, get ég átt skuldlausa eign að verðmæti 25 milljónir. En krónan mun sennilega ekki stoppa í 250 kallinum, heldur fara nær 350 kalli eða yfir 400. Ég gæti átt 40 milljón króna einbýlishús skuldlaust! Rosalega ætla ég að græða!

En málið er ekki svona einfalt. Ef við í útlandinu (og bankamenn, eins og ég og fleiri skrifuðum um í gær) græðum svona mikið, tapa íslendingar af sama skapi. Ef ég get komið með matarpeninga vikunnar og keypt mér hús, þannig lagað, hlýtur dæmið að líta hrikalega út fyrir það fólk sem fær útborgað í krónum.

Eigum við ekki bara að sleppa þessum lánum, setja krónuna á eftirlaun og taka upp evru einhliða? Og losa okkur við spillingarliðið. 


mbl.is Finnar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband