Ekki hissa ... burt með spillingarliðið!

Við erum í vanda. Við gerðum samning. Við viljum pening. Norðmenn hjálpa en svíar ekki. Fólk er hissa, en hverju bjóst það við?

Það er tvennt alveg ofsalega mikið að á Íslandi og þarf að fara strax. Í þessari röð. Seðlabankastjórn. Ríkisstjórn. Svo skal moka út úr Fjármálaeftirlitinu þar sem menn eru annað hvort sofandi eða spilltir. Ég hef mínar kenningar en nenni ekki að fá á mig meinyrðamál. Að lokum mætti stokka upp í bönkunum, breyta einhverju fleira en kennitölunni og nafninu. Ekki að gamla nafnið + Nýji sé neitt nýtt, þannig.

Einhver sagði að lán til Íslands með núverandi stjórnvöld við pottana væri eins og að gefa róna brennivín. Sannleikskorn þar á ferð.

En hvað ætlum við svo að gera við alla þessa peninga sem við fáum lánaða? Það virðast bankastarfsmenn vita, miðað við það sem ég var að heyra. Þeir selja nefninlega húsin sín og kaupa gjaldeyri. Þeir vita að þegar lánin eru í höfn, verður krónan sett á flot aftur og hún mun sökkva eins og steinn. En hvernig geta þeir keypt gjaldeyri fyrir milljónir? Spyr sá sem ekki veit. Spilling kannski?

Ef ég væri útlendingur myndi ég ekki snerta Ísland með uppþvottahanska og töng. Jafnvel þó ég væri svíi. Við verðum að taka til ef við viljum að hlustað sé á okkur. Sé þetta gjaldeyrismál satt, er tími eggjanna liðinn. Einn molotov, takk. Þetta er farið út í rugl.


mbl.is Svíar sögðu nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Elsku besti láttu mig hafa þessa kenningu þína. Ég klíni henni upp á Hannes Hólmstein og segi að Dabbi hafi sagt þetta. Mannfýlan er svo gersamlega gaga að hann væri vís með að básúna - og trúa - hvaða vitleysu sem er.

Án þess að geta heimilda.

Heimir Tómasson, 11.11.2008 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband