Þurfum við lán? ... burt með spillingarliðið!

Mér skilst að ríkissjóður sé ennþá skuldlaus, þrátt fyrir allt. Það séu bankarnir sem sitji með skuldirnar og vonast sé til að þeir eigi eignir á móti. Mér skilst að við þurfum ekki að borga meira en það sem var til í tryggingasjóði. Til hvers þurfum við þá sex milljarða dollara lán, sem eru 775 milljarðar króna, 2.5 milljónir á hvern mann, konu og smábarn?

Það virðist vera þannig að við þurfum eiginlega ekkert að nota þennan gjaldeyri. Þetta sé bara svona einhvers konar öryggissjóður til að tryggja krónuna þegar hún fer á flot. Þetta skilst mér á því sem ráðamenn og mér lesnari menn segja. Mér skilst líka að það sé alvöru hætta á að krónunni sé ekki treyst og að þessi lán muni brenna upp við flotið. Þá hef ég bara eina spurningu.

Þurfum við að setja krónuna á flot? Eigum við ekki bara að gleyma henni? Ég hef látið telja mér trú um að Seðlabankinn eigi nógu mikið af evrum til að skipta út öllum krónum sem eru í umferð. Megnið af okkar fjármagni eru bara tölur í tölvu, svo seðlamagn skiptir tiltölulega litlu máli. Það sem þyrfti að gerast er að gengi krónunnar yrði ákveðið og svo yrði öllu skipt. Fólk gæti skipt út krónunum á sex mánaða tímabili. Það yrði ekkert gengishrun í kjölfar flotsins, engin erlend lán sem hyrfu í verðbólgubáli, myntkörfulán íslendinga myndu jafna sig, verðtrygging yrði óþörf.

Ég hef alltaf verið harður stuðningsmaður krónunnar og ekki viljað sjá neitt annað á mínu ástkæra Íslandi, en ég er ekki viss um að við höfum efni á að halda henni. 


mbl.is Enn vantar 5 milljarða Bandaríkjadala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Stóra vandamálið er með erlanda aðila og jöklabréfin þeirra.  Þegar bréfin losna fá þeir krónur sem þeir munu vilja skipta út fyrir evrur eða aðra "alvöru" gjaldmiðla.  Seðlabnkinn er að reyna að fá þessa aðila til að halda peningunum hér á landiu með því að setja stýrivextina í 18%, en ef þessir aðilar panikkera og flýja þá mun krónan falla verulega frá því sem nú er. 

Púkinn, 10.11.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þeir panikkera, ekki spurning. Vextirnir þyrftu að vera mikið hærri til að halda þessum fjármunum á landinu.

Villi Asgeirsson, 10.11.2008 kl. 12:27

3 identicon

Ef tryggingasjóður á að vera látinn duga eiga ekki allir innlánseigendur bankanna að fá jafnmikið úr honum burtséð frá þjóðerni þeirra? Það myndi þýða að íslendingar fengju rétt rúmlega ekki neitt fyrir sinn snúð.

Það var áhugaverð tillaga hjá hagfræðingunum sem voru í Slfri Egils í gær sem vilja taka einhliða upp annan gjaldmiðil, hvort sem það er dollari eða evra.

Karma (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:24

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er kannski besta lausnin, að láta eitt ganga yfir alla. Við getum alltaf leyst málin heima ef milliríkjadeilan er leyst.

Villi Asgeirsson, 10.11.2008 kl. 13:29

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er haugalygi eins og annað að ríkissjóður sé skuldlaus. Skv. yfirliti seðlabankans per 30.06.2008 var erlend staða hins opinbera þá neikvæð um 500 milljarða, það var sem sagt vita fallít áður en þjóðarbúið fór opinberlega á hausinn í haust. Skiljanlega er erfitt fyrir gjaldþrota aðila að fá frekari lán. Burt með spillingarliðið.

Baldur Fjölnisson, 10.11.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband