Allt það versta ... burt með spillingarliðið

Ríki og sveitarfélög eru frábrugðin venjulegum fyrirtækjum. Þeim ber að tryggja stöðugleika eins og hægt er. Þessi ákvörðun Garðabæjar er arfavitlaus og mun koma í hausinn á þeim, eða öðrum. Atvinnulausir gera engum gagn, þeir kosta þjóðfélagið pening í formi bóta og eiga á hættu að verða andlega veikir ef ástandið endist eitthvað. Maður sem hefur verið atvinnulaus í einhverja mánuði á oft erfitt með að fara aftur út á vinnumarkaðinn þegar vinna býðst.

Þetta er ekki tími fyrir niðurskurð í opinberum framkvæmdum. Þvert á móti, á að setja allt í gang svo að ástandið haldist eins eðililegt og hægt er. 


mbl.is Skólabyggingum frestað í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband