Er hálfur sannleikur betri en enginn?

Auðvitað bera stjórnvöld ábyrgð á ástandinu, en aðeins að hluta. Sofandaháttur og pólitík stjórnvalda, bankarnir og lánasukk almennings kom okkur í þessa stöðu. Stjórnvöld verða að gera sitt besta til að koma okkur út úr þessu, en við berum öll ábyrgð og verðum öll að leggja okkar á skálarnar. Þá á ég ekki síst við fyrirtækin í landinu, sem mörg virðast frekar reyna að græða á ástandinu, en að hjálpa til.

Orkufrek stóriðja er alls ekki lausnin. Virkjanir kalla á enn meiri erlenda skuldsetningu, sem er það síðasta sem við þurfum. Það skapast fá störf miðað við kostnað og framkvæmdir sem fara ekki af stað fyrr en eftir 2-3 ár í fyrsta lagi munu ekki laga neitt, því við þurfum aðgerðir sem virka strax. Það eina sem getur komið í veg fyrir atvinnuleysi er ef hlúið er að sprotafyrirtækjum og öðrum sem þegar eru á markaðnum og ef ríki og sveitarfélög fara út í mannfrekar aðgerðir, svo sem vegagerð, viðhald á opinberum byggingum og öðru sem ekki hefur verið tími eða peningur fyrir.

Það síðasta sem við þurfum eru frekari erlend lán. 


mbl.is Segir stjórnvöld ábyrg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, Villi. Málefnalegt og gott innlegg. Mætti fávís sveitamaður benda á til viðbótar, að nú þegar álverð hefur lækkað um 40% lækkar rafmagnið til íslensku virkjananna um sömu prósentu. Síðan kemur hækkun erlendu lánanna til viðbótar. Hvað skyldi tapið af Kárahnjúkavirkjun vera mikið á dag núna?

Bögubósi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Vel athugað. Við þurfum fleiri "fávísa sveitamenn" í ábyrðarstöður... :o)

Villi Asgeirsson, 5.11.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband