11.3.2014 | 17:00
Planið
Ég held ég sé búinn að fatta plottið. Af hverju hlusta ráðherrar ekki á þjóðina? Af hverju liggur svona mikið á að losa sig við ESB? Og hvað með allar allar lygarnar?
Þetta snýst um það sama og flest önnur spilling á Íslandi. Stíflur. Virkjanir.
Kaupfélagsstjórinn er búinn að eigna sér nær allar jarðir með vatnsréttindi í Skagafirði og nágrenni. Hefur dundað sér við að kaupa þær á síðustu 15 árum eða svo. Þar skal koma virkjun. Nokkrir hlutir þurfa að gerast til að hún verði að möguleika. Planið fæðist.
1. Koma í veg fyrir að stjórnarskrármálið sé klárað, svo að þjóðin sé ekki að skipta sér af.
2. Koma sínu fólki í ríkisstjórn, með hvaða aðferðum sem er. Nytsömum sakleysingjum í ráðherrastóla. Stjórnarandstaða kemur ekki til greina. Ef nauðsynlegt er að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni, þá verður bara að hafa það. Þótt það kosti flokkinn næstu kosningar, skiptir það ekki máli. Eitt kjörtímabil er nóg.
3. Kominn í stjórn. Koma náttúruverndarlögunum fyrir kattarnef svo hægt sé að virkja þar sem þarf.
4. Losa sig við ESB strax. Það má ekki dragast, því ef sambandið fer að skipta sér af innanríkismálum getur það gert athugasemdir við hugsanleg náttúruspjöll og spillingu. Það er nefninlega þannig að sandkassaleikurinn á Íslandi er illa séður í útlandinu.
5. Koma virkjunaráformunum í jarðveg eins hratt og auðið er. Á kjörtímabilinu, svo næsta stjórn geti ekki snúið ferlinu við.
6. Njóta ávaxtanna á meðan þjóðin étur mylsnuna sem fellur af borðinu.
Það er viðbúið að flokkurinn gjörtapi næstu kosningum, en það skiptir ekki máli. 1-2 kjörtímabil utan ríkisstjórnar er fórnarkosnaður sem hægt er að sætta sig við, ef planið virkar. Því peningarnir munu streyma. Þar fyrir utan, eru okkar menn í öllum stofnunum og geta gert framtíðarstjórn erfitt fyrir, svo að hún muni ekki getað virkað almennilega, og tapar því þarnæstu kosningum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Já sýnist þér að virkjanir séu að flá feitan gölt og moka inn aurum ?
Vá - hvar hefur þú verið ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2014 kl. 22:51
......Og hver er svo þjóðin herra minn, sem ráðherrar hlusta ekki á,? Það liggur lífið á, hjá meirihluta kosningabærra manna að þeir efni stærsta kosningaloforð sitt,að draga til baka umboðslausa umsókn um aðild að Esb. Litli Krata flokkurinn var ekki beinlínis á hraða snigilsins að koma þessu plaggi til Esb.
Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2014 kl. 23:25
Virkjanirnar "moka inn aurum" hjá réttum aðilum sem styðja stjórnmálamennina. Og reynslan af Blönduvirkjun þarna rétt hjá var sú, að allmargir fengu vinnu á meðan á framkvæmdum stóð, en þegar vinnan var búin, jafnvmargir atvinnulausir.
Auk þess komu ruðningsáhrif virkjanaframkvæmdanna í ljós og í kjölfarið varð fólksfækkun á tímabili hvergi meiri en á Norðurlandi vestra.
Ég kalla þetta skómigustefnuna, sem er skilgetið afkvæmi þess að stjórnmálamenn horfa aðeins fram til eins kjörtímabils og aðilar vinnumarkaðarins aðeins fram til næstu kjarasamninga.
Ómar Ragnarsson, 12.3.2014 kl. 12:12
Ég tek undir með Ómari þó ég hafi haft innlegg mitt stutt án þess að fara í þann góða rökstuðning Ómars, hélt að menn sæju þetta sjálfir af reynslunni en gott að fá innlegg Ómars.
Til viðbótar því sem Ómar sagði þá má nefna að venjulega er undirbalance á taforkuverði til stórnotenda sem hefnir sín á venjulegum heimilum því orkuframleiðandinn hækkar ávakkt verðið á þá sem endurselja til heimilanna til að ná inn á móti tapinu.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.3.2014 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.