28.1.2012 | 11:46
Með ósk um gott gengi...
Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með þessa ríkisstjórn. Hún hefur hingað til ekki staðið við stóru orðin. Gengdarlausar persónuárásir á þau fara þó hrikalega í taugarnar á mér.
Kosningar nú yrðu stórslys. Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð að grafa sínar skotgrafir og ynni sennilega stórsigur, þrátt fyrir að hafa siglt skútunni í strand fyrir þremur árum. Vonum að Jóhanna nái að klára sín mál svo að þjóðin geti átt möguleika á einhverskonar upprisu. Hægri stjórn nú væri ekkert annað en að fara aftur fyrir byrjunarreit.
Þó ég sé ekki stuðningsmaður þessarar stjórnar, óska ég þeim góðs gengis og vona að þau nái að klára sín mál.
Vill klára málin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Tenglar
Vefurinn
Skemmtilega og mannbætandi vefsíður
- þúTúpa vor Sjáið myndbönd bloggara þessa á HD gæðum
- SVARTUR SANDUR Draumórarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- jorunn
- larahanna
- halkatla
- birgitta
- gullvagninn
- omarragnarsson
- motta
- hallarut
- gunnhildur
- sigrunfridriks
- rannug
- siggi-hrellir
- palmig
- siggasin
- valli57
- olafurfa
- frisk
- zerogirl
- ingolfurasgeirjohannesson
- stormsker
- don
- jensgud
- evaice
- evabenz
- huldumenn
- salvor
- steina
- saxi
- rafdrottinn
- elly
- turilla
- brylli
- neo
- dofri
- nanna
- killjoker
- kamilla
- sifjar
- maggadora
- estro
- bofs
- gudbjornj
- baldurkr
- ea
- eggmann
- lovelikeblood
- julli
- fararstjorinn
- rannveigh
- gorgeir
- svanurg
- arnividar
- olinathorv
- metal
- kisabella
- heidistrand
- svartur
- fannarh
- bet
- lostintime
- raksig
- gretaulfs
- gudni-is
- hallibjarna
- kiza
- athena
- saemi7
- jogamagg
- hlekkur
- nexa
- arnaeinars
- gussi
- malacai
- graceperla
- kokkurinn
- vefritid
- limped
- diesel
- mortusone
- lauola
- rattati
- hugdettan
- himmalingur
- frussukusk
- vilhjalmurarnason
- einarhardarson
- brandarar
- belladis
- dorje
- axel-b
- topplistinn
- aevark
- fosterinn
- toshiki
- toro
- gudmunduroli
- sigsaem
- gattin
- iceberg
- kreppan
- olofdebont
- gustichef
- minos
- hordurj
- jonaa
- jonl
- kristjan9
- skari60
- fullvalda
Athugasemdir
Það vita allir sem eru með meðal gáfur að hrun peningamarkaða er ekki einum manni né einum flokki að kenna.
Flest öll lönd í heiminum ganga í gegn um hrun peningakerfis.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 12:07
Mikið rétt, Birgir. Hrun er byggt inn í kerfið og engum einum um að kenna. Ég vil þó gefa Jóhönnu og co færi á að klára sín mál. Gefa þeim þetta ár. Það sem gerðist 2008 verður ekki lagað á korteri, svo það er allt í lagi að gefa þeim út kjörtímabilið. Kjósa svo eftir því hvernig gengið hefur, frekar en nú þegar verkið er rétt rúmlega hálfnað. Klúðri þau þessu ári, fá þau eflaust þá útreið sem þau eiga skilið.
Svo finnst mér Sjálfstæðisflokkurinn verði að taka til heima hjá sér. Þeir geta ekki teflt Bjarna Ben fram sem forsætisráðherraefni fyrr en vafningsmálið er komið á hreint.
Villi Asgeirsson, 28.1.2012 kl. 12:42
Villi ég segi nú bara hvar eru þessi verk ríkisstjórnarinnar, hvar er Skjaldborgin? Hvar eru öll atvinnutækifærin sem búið er að lofa núna í marga mánuði, hverjum er verið að bjarga? ekki fólkinu sem er verið að bera út á götu nei það eru fjármálafyrirtæki og bankar sem fá niðurfellingu skulda. Heimilin eru ekki einu sinni í upptalningu hennar um stærstu málin sem á að klára, fiskveiðistjórnunarkerfið, stjórnarskrármálið, esb umsóknin og rammaáætlun um auðlindir, svo sem þörf mál. En er ekki brýnasta verkefnið í dag að aðstoða allar þær þúsundir heimila sem sjá ekki fram á að ná endum saman. Þau eru ekki einu sinni á blaði. Fyrir utan hún ætlar að klára á rúmu ári allt sem hún hefur EKKI gert á tveimur og hálfu ári. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur velkst um í stjórnsýslunni síðan stjórnin tók við, klúður. Stjórnarskrár nefndin kosning ógild, klúður. Esb innlimunin... þar sem eini flokkurinn sem vill þar inn er Samfylkingin. þetta er klúður. Ég get ekki dæmt um hvar rammaáætlunin er en samfylkingin vildi óð og uppvæg selja kínverskum erindreka stóran part af landinu okkar. Og eru ennþá í makki við hann hvernig hægt er að troða honum bakdyrameginn inn, magmamálið, hs orka allt klúður. KLÚÐUR er millinafn þessarar ríkisstjórnar. Ekki þar fyrir ég vil ekki fá Sjálfstæðisflokkinn aftur að völdum, en er ekki hægt að treysta íslendingum til að virða ný framboð? Og sleppa þessu liðið bara alveg út?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 14:54
Ásthildur, ég er algerlega sammála þér. Ég gapi stundum af undrun yfir sofandahætti og trúgirni stjórnarinnar. Hvernig á ESB að leysa öll okkar vandamál? Hvernig getur það hjálpað okkur að selja gullgæsina, sem orkan er? Og svo framvegis.
Ég lifi bara í voninni að þau séu að vinna í góðri trú og að síðasta ár ríkisstjórnarinnar sé árið þar sem allt smellur saman. Ég veit að komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda nú, getum við strokað út síðustu þrjú ár. Ekkert mun breytast og bestu vinir aðal munu halda áfram að maka krókinn á kostnað almennings.
Ég treysti þjóðinni til að velja sér nýtt og betra fólk næst, en er hræddur um að komi kosningar of snemma, verði enginn tilbúinn í slaginn nema Sjálfstæðisflokkurinn.
Villi Asgeirsson, 28.1.2012 kl. 21:21
Villi minn þar greinir okkur á ég hef nefnilega ekki neina trú á að eitthvað smelli skyndilega saman í góðri trú, mikli heldur finn ég örvæntingarlykt af þessu öllu og að framlenga í snörunni eins lengi og hægt er. En við skulum bara bíða og sjá. Vonandi rætist úr þessu öllu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 21:54
Veit ekki hvað okkur greinir mikið á. Þetta er kannski frekar von en trú hjá mér. Von um að þau vinni af heilindum og að það sé frekar getan en innrætið sem er vandamálið. En sjáum til...
Villi Asgeirsson, 29.1.2012 kl. 16:34
Já við skulum sjá til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.