15.9.2011 | 10:10
Ritskoðun og breimandi þingwannabees
Mér var eytt af vinalista rétt í þessu. Veit ekki alveg hvað ég gerði af mér. Var kannski ekki alveg sammála fésbókarvininum, en ég veit það fyrir víst að ég sagði ekkert sem réttlætir Fésbókarútlegð. Kannski fór það í taugar Guðmundar Franklín að ég setti út á að hann hefði eytt tveimur statusum á tveimur dögum, eftir að ég svaraði honum. Það er kannski auðveldara að eyða þeim sem eru ósammála en að svara fyrir sig.
Það er ljótt að bölva og á kannski ekki að eiga sér stað í þingsal, en mér finnst ritskoðun öllu verri. Fólk sem vill bjóða sig fram og telur sig hafa erindi inn á Alþingi má aldrei verða uppvíst af ritskoðun. Við viljum ekki þjóðfélag sem byggir á ritskoðun og lygum. Við viljum réttlátt og opið þjóðfélag þar sem hægri og vinstri skipta engu máli. Lifa allavega í sátt. Þar sem skoðanir okkar eru virtar.
Ég þekki manninn ekki persónulega og ég er yfirleitt ósammála honum, en ég hafði gaman af því að lesa það sem hann skrifaði. Ég get það ekki lengur því hann hefur eytt mér út af sínum vinalista. Hann þarf þá ekki að hafa áhyggjur af pirrandi andsvörum frá mér. Hann er sennilega að hreinsa til, tálga vinalistann. Sjá til þess að aðeins fylgjendur og já-fólk geti svarað honum.
Ísland á betra skilið.
Þingmenn fari á námskeið í mannasiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.