Lygar

Arabíska vorið er að breytast í vetur. Túnis má kjósa og það er í sjálfu sér gott. Kosningaþáttaka er um 80% sem er framar vonum. En... og það er stórt en. Sá flokkur sem flest atkvæði virðist fá er íhaldssamur trúarflokkur sem vill innleiða sharia lög. Það er talað um nýja stjórnarskrá. Á hverju verður hún byggð? Og hvað gerum við, vesturveldin, ef túnisar kjósa yfir sig hóp öfgamanna? Nú eru "frelsarar" Líbýu að tala um sharía. Til hamingju, NATÓ.

Í vikunni var því lýst yfir að Líbýa væri frelsuð undan oki Gaddafi. Harðstjórinn er dauður. Gott mál, því það hefði verið ansi erfitt fyrir NATÓ að svara fyrir þá stríðsglæpi sem við höfum orðið sek um. Að svara því hvernig stjórn sem innleiddi heilbrigðis- og skólakerfi sem Bandaríkin geta ekki státað sig af og Evrópa er að skera niður gat verið verri en þeir öfgamenn sem nú munu komast til valda.

Málið er að óþekkir "harðstjórar" gátu verið pirrandi því þeir hlustuðu ekki alltaf á okkur. Þeir gerðu það sem þeir vildu, oft það sem þeim fannst vera betra fyrir sína þjóð. Þeir voru ekki algóðir, langt í frá. Gaddafi og Saddam voru báðir morðingjar. En það eru fleiri. Við og vinir okkar í öðrum löndum meðtalin.

Ástæðan fyrir innrásunum í Írak og Líbýu hafa ekkert með mannúðarmál að gera. Þau hafa allt með olíu, gull og deyjandi heimsveldi að gera. Við virðumst vera að steypa okkur út í alheimsstríð til að verja peningakerfi vesturlanda, sem er úr sér gengið.

Við höfum alltaf trúað að ef alheimsstríð brytist út, yrðu það vondir kallar frá öðrum löndum sem við þyrftum að verjast gegn. Við yrðum alltaf góðu bandamennirnir. En við erum að setja stríðið af stað. Við erum að gera innrásir í önnur lönd. Við erum nasistaþýskaland 21. aldarinnar. Og alveg eins og þýska þjóðin á sínum tíma, erum við að falla fyrir lyginni.

Ég læt tvö myndbönd fylgja með. Annað útlistar ástæðurnar fyrir innrásinni í Írak. Hitt er vitnisburður sjónarvotts, fréttakonu sem sá eyðilegginguna og drápin sem við, vesturveldin, NATÓ stóðum fyrir. Þetta stríð var háð í okkar nafni. Okkur ber skylda til að skilja hvað er í gangi. Gerðu þér þann greiða að horfa á þessi myndbönd. Mundu að Ísland studdi bæði stríðin í Írak og Líbýu.

 

 


mbl.is Líbíumenn taki upp sjaríalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband