Þeir fylgjast með...

Kunningi kunningja míns spáir töluvert í samsæriskenningar, CFR, Bilderberg hópinn, Illuminati, Rockefeller, Rothschild og allt það. Hann var í búð um daginn, valdi sér bók um eitthvað af ofngreindum málefnum og fór að kassanum til að borga. Hann tók upp debet kortið, en var snarlega stoppaður af afgreiðslumanninum. "Ef þú kaupir þessa bók með korti, verða send skilaboð í einhvern gagnagrunn og það verður fylgst með þér." Hann var með seðla á sér og borgaði þannig.

Ekki veit ég hvort það sé satt að rauð pera fari að blikka við hliðina á nafninu hans, en tæknilega er ekkert sem kemur í veg fyrir svona persónunjósnir. Holland er líka fæðingastaður Bilderberg hópsins og mikið af elítunni kemur héðan. Það fær mann allavega til að hugsa, þegar félag stórmarkaða fer að tala um að hætta að taka við peningum árið 2013. Þeir vilja bara kort. Af hverju? Af því að þannig er ekki hægt að ræna þá, er sagt. Hin hliðin er að þá er hægt að fylgjast með hvað þú étur, drekkur og reykir. Tryggingarfélagið gæti hugsanlega neitað að bæta þér vinnutap því þú kaupir kassa af bjór og reykir átta pakka í viku og étur þrjú Snickers á dag. Þar að auki borðar þú afskaplega lítið af grænmeti.

Allavega, nú er ég sennilega kominn á einhvern lista einhversstaðar eftir fyrstu setningu færslunnar.


mbl.is Forsetinn geti lokað Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband