Nýr Bíll?

Við erum að spá og spekulera. Sunnyinn er fínn og honum höldum við um sinn, en Roverinn sem við keuptum fyrir þremur árum og ég bloggaði um á að fara. Fallegur bíll og virkar fínt, en... veit ekki. Dellan að koma aftan að manni?

Erum sem sagt að spá í tveggja dyra Benz. Ég vildi helst 500SEC eða 280CE frá því fyrir 1985 til að sleppa við skattinn, en þeir eru dýrir. Kannski maður láti sig hafa þennan 300CE frá 1988 í staðinn...

Mercedes-Benz 300CE Fallegur að innan...

 

Heyri nú að bíllinn sé skemmdur eftir umferðaróhapp, en að hann verði kominn í lag á miðvikudag. Ef viðgerðin gengur svona fjljótt fyrir sig, geri ég ráð fyrir að skaðinn sé lítill, en bað þó um mynd svo ég gæti ákveðið það sjálfur hvort ég fari í bíltúr að skoða. Það má láta sig hafa ýmislegt fyrir 1950 evrur.


Bloggfærslur 21. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband