Ekki skjóta fótinn

Það var fyrirsjáanlegt að Þráinn myndi kjósa með ESB aðild. Ég kalla þetta aðild því við erum að hefja inngönguferli. Maður fer ekki í svona viðræður nema vera alvara.

Það sem var minna fyrirsjáanlegt var að hann skyldi fara í fýlu yfir því að hinir þrír þingmennirnir kysu eftir eigin sannfæringu, en ekki hans. Það er misskilningur eða útúrsnúningur að segja að Borgarahreyfingin hafi haft ESB aðild í stefnuskránni. Sannleikurinn er að flokkurinn hefur enga opinbera stefnu í ESB málum.

Allir þingmenn Borgarahreyfingarinnar kusu eftir eigin samvisku. Í mínum augum er þetta sterkur flokkur. Ég vona að Þráinn fari ekki að skemma fyrir.


mbl.is Fréttaskýring: Jaðrar við klofning í þinghópi borgaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband