15.6.2009 | 08:45
Aldrei í lagi
Fólk er aldrei ánægt. Ekkert er gott. Allt er of stórt eða lítið, sætt eða súrt, feitt eða mjótt, gamalt eða ungt. Einn daginn les maður að aldrei hafi fleiri unglingar eignast börn, siðan að aldrei hafi fleiri gamalmenni eignast börn.
Við getum endalaust horft á vandamÁlin og reynt að pissa í logana. Það er svo miklu einfaldara en að skoða ástæðurnar að baki vandamálunum. Unglingar eru í uppreisn og gera mistök sem bindur þá við öskrandi smákrakka þegar þau hefðu átt að vera í skóla. Eða við menntum okkur svo mikið og fáum svo fína vinnu að við föttum ekki að við vildum börn fyrr en korteri fyrir lokun. Konan er að nálgast fertugt. Maðurinn sjálfsagt orðinn það. Krakkinn vaxinn úr grasi þegar foreldrarnir eru um sextugt. Þjóðfélagið gerir ekki ráð fyrir að við eignumst börn á þeim aldri sem náttúran vill það. Það er yfir höfuð ekki gert ráð fyrir að við eignumst börn. Þess vegna eru einu börnin slys fyrir tvítugt eða "nú eða aldrei" ákvarðanir rétt fyrir fertugt.
Samfélagið eins og það leggur sig er ekki að virka. Við störum á litlu vandamálin, börnin sem eru fyrir okkur, húsnæðislánin sem eru of há, mengunina sem er of mikil, hraðann á þjóðfélaginu sem við ráðum ekki við. Hvernig væri að skoða rætur vandamálanna í staðinn fyrir að pissa í logana hér og þar?
![]() |
Varað við hækkandi barneignaaldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |