26.4.2009 | 05:45
Já og nei
Kvótakerfið er klúður frá upphafi til enda. Það brennur á fólki og fátt annað en alger uppstokkun dugar til að leiðrétta þetta næst stærsta klúður í sögu lýðveldisins.
ESB brennur ekki á fólki. Hrunið brennur á fólki. Samfó fékk trúboðafylgi. Samfó kom að hruninu, þvoði hendur sér og sýndi okkur veginn til lausnar eins og hvítklæddur trúboði í Afriku. Það tókst furðulega vel. Fólk klofaði yfir gluggapóstinn sem inniheldur fleiri núll en áður, meðal annars vegna mistaka Samfó, til að fara og kjósa Samfó.
Til hamingju Samfylking. Ekki gleyma hvers vegna þið unnuð. Ekki vegna þess að fólk treystir ykkur til að koma okkur í ESB, heldur vegna þess að fólk treystir Sjálfstæðisflokkinum ekki og þorir ekki að kjósa lengra til vinstri. Fylgið ykkar er óánægjufylgi, svo það er eins gott að halda kjósendunum ánægðum. Þið gerið það með því að taka á hruninu og afleiðingum þess, ekki tala endalaust um ESB sem einhverja töfralausn.
Göngum við í ESB við þær aðstæður sem nú eru, verður kvótakerfið þriðja stærsta klúður lýðveldisins.
![]() |
Ólína: Kvótakerfið og ESB brenna á fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |