Má ljós þeirra skína?

„Þau eru rétt að koma fram og hafa ekki haft mikil tækifæri til að kynna sig, og hafa reyndar almennt mjög stuttan tíma til þess,“ segir Ólafur Þ. Harðarson á MBL.is um nýju framboðin. 

Nýlega las ég á bloggi Birgittu Jónsdóttur að fjölmiðlar hafi ekki látið sjá sig á fundi Borgarahreyfingarinnar nýverið. Ef við viljum ekki áframhaldandi spillingu, verðum við að skoða nýju framboðin í fullri alvöru. Ekki vera hrædd við að atkvæðin falli dauð. Betra er dautt atkvæði en það sem vinnur gegn kjósandanum. Þar fyrir utan, ef nógu margir kjósa litlu framboðin, verða þau ekki svo lítil og atkvæðin munu lifa góðu lífi. 

Ég skora á Moggann og aðra fjölmiðla að vera algerlega hlutlausir í umfjöllun sinni, a.m.k. fram að kosningum. Ekki láta eins og sum framboð séu ekki til, eins og gerðist með Íslandshreyfinguna síðast.


mbl.is Ekki hægt að afskrifa neina lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband