8.2.2009 | 20:08
IKEA ekki lengur undir stjórn Ingvars?
Einhvern tíma var því haldið fram að IKEA væri öðru vísi stórfyrirtæki. Stofnandinn og aðaleigandi, Ingvar (manekkimeir), átti víst að vera keyrandi um á Volvoinum 740 sem hann keypti árið 1984. Hann átti víst að gera vel við starfsfólk og fannst það hálf vandræðalegt hversu miklum hagnaði IKEA skilaði. Þetta var fyrirtæki sem maður gat trúað á.
Svo kemur þetta. Fyrst er logið um að dúnninn komi bara frá Kína. Það ætti að vera vitað mál hvaðan hráefnin eru að koma. Svo segjast þeir ekkert hafa vitað af því að gæsir væru pyntaðar svo að við gætum sofið betur. Það er varla mikið mál að fylgjast með framleiðsluferlinu ef maður er með 100.000 manns (eða meira) í vinnu. Senda einhvern gaukinn af og til í spotcheck. Eða kostar það of mikið? Varla, ef hagnaðurinn er vandræðalega mikill.
Ég á IKEA dúnsæng og skammast mín.
![]() |
Ikea notar dún af lifandi fuglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |