Megum tíma missa?

Aldrei hef ég kallað mig lögfræðiprófessor. Væri ég það, myndi ég vita hvers vegna rjúfa þarf þing mánuði fyrir kosningar. Af hverju má það ekki starfa fram að kjördegi? Hvað gerist milli þingrofs og kosninga? Sérstaklega þegar staðan er eins og nú?

Má ekki demba einföldu frumvarpi gegn um þingið sem leyfir því að starfa til kosninga? 

Eitt að lokum. Á vefnum Nýja Ísland (hlekkur hér til vinstri) verður hægt að skoða tengsl hinna ýmsu stjórnmálamanna við atvinnulífið. Þessi hluti síðunnar er kallaður Ættartréð. Endilega kíkið og hjálpið til við að búa þennan lista til svo hann verði nothæfur fyrir kosningar. 


mbl.is Kosningar verða 25. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband