22.1.2009 | 13:38
Áttavillt stöð?
Mér skilst að Kompás hafi verið þáttur sem gróf upp sönnunargögn og krafðist svara. Afsakið að ég viti þetta ekki almennilega, en hér fæ ég bara litríka og innihaldslausa leikjaþáttaþvælu það sem ég get unnið gullhúðað blöðru fulla af gulllituðum M&M's.
Þáttur eins og Kompás er íslendingum lífsnauðsynlegur, ekki satt? Sérstaklega núna. Hvað er á bak við þessa ákvörðun? Hver er að toga í spotta?
Ég er hættur að skilja. Endurtek bara það sem ég sagði í færslunni að neðan. Ef einhverjir blaða- eða fréttamenn vilja ættleiða www.NyjaIsland.is og gera úr því sterkan og alveg 100% óháðan fjölmiðil, þá er það alveg guðvelkomið. Nóg virðist vera af færu fréttafólki með nógan tíma aflögu. Því miður.
![]() |
Kompás lagður niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 11:13
Gullið handaband
Ég vona að Sigmundur og Elín hafi unnið sér inn feitt og gullið handaband eftir 22 ára þjónustu við fyrirtækið. Það er hrikalegt að missa vinnunna, tala ekki um þegar bæði gera það á sama tíma.
Ég votta þeim því samúð mína og óska þeim til hamingju á sama tíma. Það verður fróðlegt að sjá hvað þau taka sér fyrir hendur. Mín vegna mega þau endurvekja Nýja Ísland, síðuna sem ég setti upp í fyrra. Það væri gaman ef að algerlega óháður fréttamiðill væri til.
Svo skilst mér að við séum frændur, en erum við það ekki öll, íslendingar? Þeim mun meiri ástæða að standa saman á næstu dögum og misserum.
Lifi Endurreisnin!
![]() |
Frjáls undan oki auðjöfra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 06:47
Þolinmæðin dó í nótt
Í gær hélt ég ennþá að stjórnvöld væru ekki með á nótunum. Þau væru kannski ekki að fatta hvað þjóðinni finnst. Nóttin sýndi að þau vita nákvæmlega hvað er í gangi, þeim er bara skítsama. Að beita táragasi, lemja fólk og ráðast á fjölmiðlafólk er einu skrefi of langt. Kannski tveimur, en allavega of langt.
Það er kominn tími til að koma þessu liði frá. Spilling og "get ekki tjáð mig" ruglið er eitt, en að láta eins og einhverjis fasistar er allt annað mál. Komum þessu liði frá völdum, allra okkar vegna. Sérstaklega lögreglunnar vegna. Ég get ekki ímyndað mér að margir lögreglujónar njoti þessa ástands, þótt þar séu rotin epli eins og annars staðar. Fari stjórnin frá hætta þessi mótmæli og uppbyggingin getur hafist.
Geir og Björn gengu frá stjórninni í nótt. Þeir mega aldrei gegna opinberum stöðum eftir þetta, nema þeir geri grein fyrir sínum málum.
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |