20.1.2009 | 21:33
...í hausi Geirs?
Mikið ofboðslega hefði ég gaman af því að vita hvað er að gerast í hausnum á Geir. Hann ákvað að sitja sem fastast. Ókei, því fylgdi viss áhætta en hefði hann staðið sig vel hefði það gengið upp og hann orðið þjóðhetja.
Hann gerði ekkert eða sagði okkur allavega ekki frá því. Útrásarvíkingarnir sem eyddu peningunum okkar og annarra ganga enn lausir. Það gengur ekkert í að draga spillingarliðið til saka. Elskan og Brúnn settu á okkur hryjuverkalög, Geir sagðist ekki myndu láta kúga sig en gerði ekkert. Hann gefur, þvert á móti, í skyn að við séum sek. Geir hefur ekkert gert. Ekkert.
Nú er allt að verða vitlaust og hann kemur með sömu tugguna. Hann ætlar ekki að tjá sig um málið. Hann tjáir sig aldrei, svo við hverju var að búast.
Hvað ætli sé að gerast í hausnum á honum? Hvað er svo sterkt að hann fremji pólitískt sjálfsmorð fyrir það? Fyrir hvern er hann að vinna?
![]() |
Fólk var að bíða eftir þessum degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 15:15
Aumingjar
Þeir byrja á því að maka krókinn á okkar kostnað.
Svo leyfa þeir landinu að hrynja ofan í skuldafen án þess að gera neitt. Hvort sem það var viljandi eða óvart eru þeir óhæfir.
Svo héldu þeir áfram að gera ekkert, eða segja ekkert. Skiptir ekki máli. Þetta eru orðnar okkar skuldir og við eigum rétt á að vita hvað er í gangi.
Svo leyfa þeir fjárglæframönnum að skjóta ennþá meiri peningum undan og gera ekkert til að ná neinu frá þeim.
Svo þegar þeir eru búnir að bora í nefið í fjóra mánuði, leyfa þeir sér að sprauta piparúða í andlitið á fólkinu sem á að borga brúsann og biðja um vinnufrið í leiðinni?
Er þetta fólk alveg gjörsamlega heiladautt? Út með þetta pakk með góðu eða illu.
![]() |
Piparúði og handtökur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |