Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður...

the_graphic

Það er varla spurning að ef þessi blöð verða brennd er það ekkert annað en stórslys. Er ekki hugmynd að Ríkið láti Þjóðminjasafnið eða Landsbókasafnið hafa einhvern pening til að undirbúa björgunina? Það má svo örugglega fá styrk úr einhverjum Norrænum og Evrópskum sjóðum til að byggja veglegt dagblaðasafn einhversstaðar á landinu. Það má auðvitað bæta íslenskum blöðum við og hafa gamlar prentvélar til sýnis. Tekjur má svo hafa af afritunum og póstkortaprentun, svo eitthvað sé nefnt. Þetta myndi örugglega verða heimsfrægt safn ef vel yrði að staðið.

istockphoto_2677701-old-newspapers

Það þyrfti auðvitað ekki endilega að vera í Reykjavík. Þetta er kjörið tækifæri til að byggja upp eitthvað merkilegt á landsbyggðinni. Verði safnið vel hannað og blöðin aðgengileg er ekki spurning að fræðimenn munu nýta sér það. Það kemur fram í fréttinni að engin hafi sýnt þessu áhuga, en það er varla við öðru að búast, meðan blöðin eru geymd í pappakössum í kjallara og enginn veit af þeim.


mbl.is Ómetanleg dagblöð fuðra upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband