2.9.2008 | 14:22
Verðtrygging og fjölbreytt atvinna?
Það er tvennt sem mér finnst að þurfi að gera til að tryggja áframhaldandi stöðugleika á Íslandi.
1. Það verður að afnema verðtryggingar á húsnæðislán. Geir talar um að styðja við lánastofnanir, en þær eru á sérkjörum. Hvergi, svo ég viti til, fá þær að rukka vexti og svo verðtryggingu ofan á. Vextir á húsnæðislánum eru síst lægri á Íslandi en í nágrannaríkjunum, en svo koma 5-15% vextir ofan á það. Hvern þarf að styðja við?
2. Íslendingar þurfa fjölbreytta atvinnu allsstaðar á landinu. Það getur ekki gengið til lengdar að setja öll þjónustustörf á höfuðborgarsvæðið og einhver verksmiðjustörf hér og þar á landsbyggðinni. Ríkið á reyndar ekkert að vera að rembast í atvinnurekstri meira en nauðsynlegt er. Það skýtur skökku við að á meðan bankar, símafyrirtæki og önnur stórfyrirtæki eru seld, er ríkið að bardúsa í stóriðju hér og þar. Í annarri frétt í dag var tekið fram að fólksfækkun sé á Austurlandi. Það kemur mér ekkert á óvart, enda voru milljarðarnir notaðir í eitt stórverkefni með umsvif á takmörkuðu svæði. Hefði ekki verið betra, fyrst þessir peningar virtust vera til, að styðja við þá sem vildu setja upp eigin fyrirtæki?
Það er vonandi að ræðan í október verði innihaldsrík.
![]() |
30 milljarða króna lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |