11.5.2008 | 09:50
Björgum Heiminum!!!
Þetta gæti verið slagorð hins fanatíska hóps virkjanasinna. Þeir segja okkur að með því að "nýta" alla orku sem landið getur mögulega gefið af sér, séum við að bjarga heiminum því orkan okkar sé svo hrein. Þetta er auðvitað argasta bull. Landið er eyðilagt til frambúðar, gufan sem ælt er út í loftið eykur á groðurhúsaáhrifin og það sem mestu máli skiptir, það munar ekkert um þessi skitnu vött sem við getum kreyst út. Þau eru dropi í haf orkuþarfar heimsins. Þar fyrir utan er orkan ekki endurnýjanleg þegar um skítugar jökulár með sínum framburði ræðir. Gufuaflsvirkjanir eru ekki heldur endurnýjanlegar þegar of hart er gengið að þeim, eins og gert er á Hellisheiði.
Eina ástæðan fyrir því að okkar orka er svona vinsæl er að hún er ódýr. Hvað segir það okkur? Við og landið okkar erum á útsölu, eins og hinn fagri bæklingur, LOWEST ENERGY PRICES sannaði um árið. Meira um það á síðu Draumalandsins. Þessi virkjanaárátta er næstum því farið að verða hlægileg. Hún væri það ef landið væri ekki fórnarlamb þessa rugls. Eins og er, er hún bara sorgleg.
Ég mæli með því að fólk sem eitthvað vill gera í þessu og vill vita meira, heimsæki síðu Láru Hönnu. Hægt er að mótmæla fyrirhuguðum virkjunum fyrir ofan Hveragerði. Meiri upplýsingar um það hér og á síðunni Hengill.nu.
Gerum eitthvað. Þetta er komið út í rugl.
P.S. Einhverjum kann að finnast myndin furðuleg og ekki passa við þessa færslu, en málið er að það er stríð á Íslandi, stríð um landið.
![]() |
Vilja stækka Kröfluvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |