5.4.2008 | 20:05
Púsl - við líka?
Ég verð að viðurkenna að mér finnst nýja myntin bara nokkuð skemmtileg. Hún hefði verið skemmtilegri hefðu þeir notað Brittaníu í staðinn fyrir skjaldamerki Betu gömlu, en svona eru royalistarnir.
Væri ekki gaman að gera eitthvað skemmtilegt við íslensku myntina? Fiskarnir eru farnir að þreytast. Kannski ættum við að nota kort af íslandi.
200kr. Kortið allt.
100kr. Hálendið.
50kr. Vesturland.
10kr. Norðurland.
5kr. Austurland.
1kr. Suðurland.
Fyrst við erum að dúlla við peningana okkar gætum við lagað seðlana líka. Hvernig væri að fara aftur til gömlu krónunnar þar sem fallega staði á landinu var að sjá? Þetta yrðu auðvitað nýjir seðlar og ný hönnun. Ég get ímyndað mér að Gullfoss, Herðubreið, Dyrhólaey og fleiri staðir kæmu vel út. Svo væri hægt að nota okkar merkilegustu mannvirki líka.
Nei? Já?
![]() |
Lítil ánægja með nýtt útlit pundsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)