Ekki gagnrýna trúarbrögð!

Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem að blogg er tekið fyrir og lokað. Í þetta sinn var enginn kærður, en slæmt er það samt. Ég las færslur og athugasemdir Skúla af og til. Ég var svo til alltaf ósammála honum, en þannig er lífið. Hann átti það til að vera öfgafullur, en hann er ekkert einn um það. Ég ætla ekki að nefna neina bloggara, en það eru harðir andstæðingar Íslam, Ísraels, Palestínumanna, trúarbragða, Samfylkingarinnar, stóriðju og náttúruverndar enn að. Það er líka hið besta mál, enda búum við við málfrelsi. Svo er okkur allavega sagt.

Bloggið býður upp á að gerðar séu athugasemdir við færslur. Segi Skúli eða aðrir eitthvað sem fer fyrir brjóstið á fólki eða er einfaldlega rangt, er um að gera að skrifa athugasemd. Að grenja og kvarta í mömmu var aldrei talið neinum til framdráttar.

Það má gagnrýna allt nema trú. Skúli gagnrýndi trú. Skamm á Skúla. Eða hvað?


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband