30.3.2008 | 05:32
Landráð?
Nú virðast flest spjót beinast að okkar eigin íslensku bönkum. Flest bendir til að þeir hafi eitthvað með hrun krónunnar að gera. Ég hef rétt um meðalvit á fjármálamörkuðum, svo ekki vil ég segja of mikið. Tvennt vil ég þó vita.
1. Er ekki hægt að sjá hver keypti hvaða hlutabréf og hvenær? Þannig væri hægt að sjá, svart á hvítu, hvað kom skriðunni af stað. Þannig gætum við vitað hvort þetta sé einungis veikum gjalmiðli að kenna eða hvort einhverjir séu að leika sér með markaðinn til að maka krókinn.
2. Er eitthvað hægt að gera til að verja okkar litla markað og gjaldmiðil? Við erum svo agnarsmá, fjárlögin brot af veltu sumra stórfyrirtækja. Við getum ekki leyft kerfinu að vera það veikt að einhver geti einfaldlega keypt Ísland með manni og mús.
![]() |
Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |