Torrent ævintýrið dáið?

Fyrr í dag sá ég frétt á MBL.is þar sem Vodafone var að kvarta yfir því að merki þess væri sjáanlegt á thevikingbay.org.

Eins og lesendur þessa bloggs vita hef ég áhuga á netinu og niðurhali. Stuttmyndin Svartur Sandur var sett á netið í desember í kjölfar málsins í kring um Torrent.is. Ég skráði mig inn sem notandi á Viking Bay fyrir nokkru síðan til að skoða hvað væri í gangi. Ég er ekki svo viss um að þessir hlutir séu á góðri leið.

Það varð frægt þegar Páll Óskar bað Torrent.is um að fjarlægja nýju plötuna sína. Það var gert, vegna þess að hann bað um það án þess að vera með leiðindi. Nýja síðan, Viking Bay, sem spratt upp eftir að Torrent.is var lokað fjarlægir ekki efni þótt beðið sé um það. Skráaskipti eru komin til að vera og það er lítið sem við, framleiðendur kvikmynda og tónlistar, getum gert í því, nema að reyna að notfæra okkur þessa nýlegu tækni. Þó að Torrent.is hafi farið fyrir brjóstið á sumum, hikuðu þau ekki við að fjarlægja íslenskt efni, enda erum við svo fá og markaðurinn lítill. Það munar um hvern seldan disk. Því miður virðist sami skilningur ekki vera fyrir hendi á Víkingaflóa.

Hér á eftir má lesa bréfaskrif sem ég fann á "Hótanir" hluta Viking Bay. Það er leiðinlegt ef þetta er viðhorfið.

Ef einhver vill ekki að ég sé að birta þetta má láta mig vita.

Þessu bréfi var svarað af stjórnendum TVB vegna þess að Unnar var í útlöndum er það var sent

Póstur #1 frá Zolberg
Sæll kæri viðtakandi
Ég heiti Ragnar Sólberg og er söngvari hljómsveitarinnar Sign auk
þess að reka útgáfufyrirtækið R&R músik

Ég hef komist að því að platan okkar "The Hope" er til niðurhals á
thevikingbay og í gær voru 150 manns búnir að downloada henni.

Við höfum marg rætt þetta á milli okkar og við viljum ekki að platan
sé á síðunni ykkar (eða annari) í heilt ár eftir að hún kemur út.

Ég vil því biðja ykkur/þig fallega um að fjarlægja plötuna sem fyrst
og vona að ég þurfi ekki að beita öðrum aðferðum til að koma því í gegn.

kv. Ragnar
Svar #1 frá Stjórnanda
Sæll, Ragnar, afsakaðu hvað ég svara seint.

Plötuni ykkar hefur þegar í stað verið eytt útaf.

Ástæða eyðingar,
Þar sem póstur þinn hljómar vinalegur þá gerum við það að eyða þessu eintaki útaf.
Póstur #2 frá Zolberg
Ok cool
Takk kærlega fyrir það
Stjórnandi sem var með völd á sínum tíma gerði þetta í leyfisleysi. Þetta var leiðrétt:

Leiðrétting frá Stjórnanda
Sæll Ragnar, Ég (************) skrifa fyrir hönd TheVikingBay núna, og vill segja þér að
einhver misskilningur hefur verið á milli stjórnenda, þar sem við eyðum engu efni útaf vefsíðunni okkar.
 
Sá stjórnandi gerði það í leyfisleysi, og munum við sjá til þess að þetta gerist ekki aftur.
Ef einhver notandi sendir inn eitthvað efni með Sign inn, munum við ekki eyða því aftur að ósk þinni eða einhverra annara,
því það er ekki stefna okkar.
 
Við munum ræða þetta við þann stjórnanda sem eyddi efninu út.
 
Ég afsaka þennan misskilning, þetta mun ekki koma fyrir aftur og mun efni þitt haldast inni á vefsíðunni okkar.
 
Í von um gott samstarf, og í von að þetta eyðileggi ekki traustið á milli okkar, TheVikingBay.
Póstur #3 frá Zolberg
******** ********
Ef þú vilt fara erfiðari leiðina þá er það í lagi mín vegna, ég er alveg viss um að þú átt ekki eftir að vinna þá baráttu
Annað hvort með lögum og reglugerð eða blóði og barsmíðum : )

Heyri í þér fljótlega

og já þú ert afsakaður

kveðja Ragnar
Leiðrétting #2 frá Stjórnanda
stfu


Bloggfærslur 26. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband