Paranoia

Ekki ætla ég að tjá mig beint um saumavélamálið ógurlega, en tollurinn á Íslandi er á nálum, svo mikið er víst. Þegar ég kom til landsins til að taka upp Svarta Sandinn, sumarið 2006, kom ég með þrjá stórhættulega hluti með mér. Þetta var Canon EOS 350D myndavél, Sony FX1 HD videovél og Apple PowerBook ferðatölva. Þetta þótti þeim grunsamlegt og þurfti ég að skrif upp á eitthvað skjal að ég myndi taka þetta með mér þegar ég færi aftur út. Þeir tóku kortanúmerið mitt sem tryggingu.

Þess má geta að myndavélin var sex mánaða gömul, videovélin árs gömul og ferðafölvan hátt í tveggja ára. Samt héldu þeir að ég ætlaði að selja þetta gamla dót, kúguðum íslendingum. Ég er að koma aftur og það verður gaman að sjá hvort þriggja ára video vélin og tölvan og tveggja ára myndavélin séu enn þessi mikli mögulegi smygl varningur sem þetta var þá.


mbl.is Sala á saumavélum stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég passa í dag og á morgun...

Mats er að verða 14 mánaða. Hann hefur verið meira og minna veikur, með kvef og flensur, síðan í október. Hann fer á dagheimili tvo daga í viku, á fimmtudögum og föstudögum. það er hægt að bóka að á sunnudegi er hann kominn með hor í nös og á mánudegi er hann með hita. hann er rétt að ná sér um miðja vikuna þegar hann fer aftur á dagheimilið og nær sér í næstu pest. Læknarnir segja að veturinn í ár sé sérstaklega slæmur, en að hann sé kannski viðkvæmari en gengur og gerist. 1. apríl verða teknir úr honum nefkirtlarnir. Þetta er rútínuaðgerð, á hverjum morgni fara fimm börn í þessa aðgerð á Spaarne sjúkrahúsinu í Hoofddoorp, þar sem hann mun fara.

Við eru að koma heim á sunnudaginn, svo það var ákveði að Mats færi ekki á dagheimilið í þessari viku. Við nennum ekki að vera með flensubarn á ferðalagi. Ég tók mér frí í vinnunni til að passa hann þessa tvo daga. Það er vonandi að hann verði sprækur i næstu viku. 

 


mbl.is Flensufaraldur vekur ugg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband