Dýragarðstuðrur

Einu sinni var íslendingur sem fór til London í nám. Hann átti systur. Hún kom í heimsókn og það vildi svo til að fjórir írar höfðu ákveðið að spila fjórum sinnum á Wembley Stadium. Það var því farið, enda mikið um dýrðir.

Ég man eftir að hafa keypt ZooTV smokka. Held ég eigi þá ennþá einhversstaðar. Myndinni hér til hægri var stolið af netinu.


mbl.is Smokkar með félagsmerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missi af...

Ég missi af þessu eins og svo mörgu sem gerist heima því ég erAnnaBrynja3small að rolast um í útlandinu sem margir íslendingar vildu vera í. Það er nefninlega þannig með marga að þeir vilja ekkert meira en að komast í burtu. Þegar þeir svo fara vilja þeir ekkert meira en að komast heim aftur. Svona er gangur lífsins, grasið er alltaf grænna hinumegin. Jafnvel þótt allt sé á bólakafi í snjó.

Annars hefði ég ekki tekið eftir neinu í dag. Ég var að vinna við að endurskrifa handritið Undir Svörtum Sandi, sem mun verða kvikmynd í fullri lengd um þau skötuhjú Emilíu og Pétur. Ef allt gengur eftir. Þetta verður allt öðruvísi. Sama sagan en séð frá allt öðru sjónarhorni. Sjáum hvað setur. 


mbl.is Kveikt á friðarsúlunni í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband