2.12.2008 | 12:50
Merkilegt fólk

Lakota er falleg mynt, gefin út af fallegu fólki. Myntin er ekki bara útlitslega falleg, hugsunin á bak við hana er jafnvel enn fallegri. Því fleiri dollarar, krónur eða evrur sem prentaðar eru, því verðminni verða þær og það eiga þeir við þegar þeir segja að ríkisstjórnin sé að stela af þegnunum. Ef dollarinn fellur um 30% í gildi vegna offramboðs, á hver þegn 30% minni eignir. Það má kalla gengisfall þjófnað.

Þjóðflokkurinn var upphaflega kallaður Dakoda, en þeir breyttu um nafn þegar þeir voru hraktir frá sínum upphaflegu svæðum kring um stóru vötnin á landamærum USA og Kanada. Þeir börðust fyrir sjálfstæði en töpuðu orrustunni við Wounded Knee árið 1890. Áður höfðu þeir sigrað Custer í orrustunni við Little Big Horn, eins og frægt er.
Gull- og silfurpeningar eru kannski hugmynd sem fleiri geta skoðað, því á meðan góðmálmar halda sínu verðgildi, heldur myntin því líka.
Meira um þetta merkilega fólk má lesa hér.
![]() |
Lakóta þjóðin stofnar banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)