Skoðanakönnun um ESB

ESB hefur aldrei falið löngun sína að fá okkur inn í sambandið. Ísland hefur ekki sýnt því áhuga, þótt við séum kaþólskari en páfinn í sumu. Þá ég við Schengen, sem margar ESB þjóðir hafa ekki séð ástæðu til að taka þátt í. Nú er búið að berja okkur til óbóta af sambandinu og á greinilega að notfæra sér veika aðstöðu okkar. Flýtimeðferðin, sem á víst ekki að vera til, stendur okkur til boða.

Ríkisstjórnin viðist hafa áhuga á aðildarviðræðum. Miðað við það sem á undan er gengið mun hún líka ákveða hvort við göngum Brussel á hönd eða ekki. Ég spái því að Olli hafi rétt fyrir sér, viið munum sækja um á árinu 2009 og verða komin inn í síðasta lagi 2011. Við verðum ekki spurð. Það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla. Evran verður svo orðin gjaldmiðill okkar í kring um 2016.

Endilega takið þátt í skoðanakönnuninni hér til vinstri. Eigum við að sækja um eða ekki? 


mbl.is Rehn: Ísland gæti komið óvænt með aðildarumsókn 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband