4.11.2008 | 08:03
Ákveðinn misskilningur í gangi
Síðast þegar ég tékkaði á málunum skildaði ég og landar mínir 600 milljarða. Sú tala mun breytast eitthvað þegar Seðlabankinn sleppir krónunni lausri. Við megum eiginlega ekkert við því að vera að gefa dýrar jólagjafir í ár.
Kaupþing, Nýja Kaupþing, IOU eða hvað hann heitir er ríkisbanki, og þar með í eigu okkar skuldahalasafnaranna. Ég vil því koma því áleiðis til réttra aðila að ákveðinn misskilningur sé í gangi. Ég fer fram á það við fjölskyldu mína að vera ekkert að gefa mér jólagjafir í ár. Þess þarf ekki, enda hafa allir nóg með sitt. Ég vil því draga það til baka að ég og við séum að gefa bankamönnum jólgjafir upp á einhverja milljarða.
Vonandi verður þetta leiðrétt sem fyrst. Annars sé ég mig knúinn til að tuða þar til ég er orðinn ansi óþolandi.
![]() |
Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)