Getur verið að ríkisstjórnin sé að drepa málfrelsið í landinu?

Ég var að fá tölvupóst með nafninu Neyðarkall til Þjóðarinnar. Þar er talað um að vefsíðum og bloggum sem krefjast kosninga hafi verið lokað fyrirvaralaust. Ég þekki ekki málið og get ekki staðfest þetta, en ljótt er ef satt er. Ég ákvað að birta póstinn í heild sinni hér að neðan svo fólk geti skoðað málið án þess að ég sé að lita skilaboðin með mínu orðalagi. Stórir stafir og annað er eins og það kom fyrir í póstinum.

------ 

Við erum nokkrir aðilar sem hafa haft sig í frammi að auglýsa undirskriftarlista fyrir landsmenn á vefnum  www.kjosa.is og lýsa þar með yfir vilja sínum að fá að kjósa á ný.
 
Nú í dag hefur - heimasíðum, facebooksíðum  og bloggi  okkar hafi verið lokað án nánari skýringa.  
ÖLL GÖGN, ALLAR GREINAR OG LJÓSMYNDIR HAFA VERIÐ HREINSÐAR ÚT Á FACEBOOK SÍÐU NÝRRA TÍMA, Í HÓP SEM KALLAR SIG "ÁKALL TIL ÞJÓÐARINNAR"
  
Skilaboðin eru ÞVÍ skýr frá ríkisstjórn þessa lands TIL OKKAR ALLRA:
 
ÞJÓÐIN FÆR EKKI AÐ RÁÐA ÞVÍ HVORT HÚN VILJI KJÓSA ! 
 
NÚ VILJUM VIÐ HVETJA ALLA -ALLA TIL AÐ MÆTA Á MORGUN KLUKKAN 12:00 Í SKJALDBORGARMÓTMÆLIN  VIÐ ALÞINGISHÚSIР
 
MÓTMÆLUM ÖLL ÞESSUM AÐGERÐUM RÍKISSTJÓRNARINNAR TIL AÐ KÆFA NIÐUR ALLA UMRÆÐU UM KOSNINGAR. 
 
HÉR ER AUGLJÓSLEGA VERIÐ AРBRJÓTA Á MANNRÉTTINDUM  OKKAR ALLRA OG LÝÐRÆÐISLEGUM RÉTTI  OKKAR TIL AÐ KREFJAST ÞESSA AÐ FARIÐ SÉ SKV. LÖGUM ÞESSA LANDS OG AÐ HÉR FARI FRAM  KOSNINGAR HIÐ FYRSTA SAMKVÆMT MARG YFIRLÝSTUM VILJA LANDSMANNA SEM RÍKISTJÓRNIN  ÆTLAR  AÐ HUNSA EINS OG ALLT ANNAÐ. MINNUM Á AÐ ÞÖGN ER SAMA OG SAMÞYKKI! 

SAMEINUÐ STÖNDUM VÉR -  SUNDRUÐ FÖLLUM VÉR! 


mbl.is Íslendingar vilja Norðmanninn burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband