Ekki hissa ... burt með spillingarliðið!

Við erum í vanda. Við gerðum samning. Við viljum pening. Norðmenn hjálpa en svíar ekki. Fólk er hissa, en hverju bjóst það við?

Það er tvennt alveg ofsalega mikið að á Íslandi og þarf að fara strax. Í þessari röð. Seðlabankastjórn. Ríkisstjórn. Svo skal moka út úr Fjármálaeftirlitinu þar sem menn eru annað hvort sofandi eða spilltir. Ég hef mínar kenningar en nenni ekki að fá á mig meinyrðamál. Að lokum mætti stokka upp í bönkunum, breyta einhverju fleira en kennitölunni og nafninu. Ekki að gamla nafnið + Nýji sé neitt nýtt, þannig.

Einhver sagði að lán til Íslands með núverandi stjórnvöld við pottana væri eins og að gefa róna brennivín. Sannleikskorn þar á ferð.

En hvað ætlum við svo að gera við alla þessa peninga sem við fáum lánaða? Það virðast bankastarfsmenn vita, miðað við það sem ég var að heyra. Þeir selja nefninlega húsin sín og kaupa gjaldeyri. Þeir vita að þegar lánin eru í höfn, verður krónan sett á flot aftur og hún mun sökkva eins og steinn. En hvernig geta þeir keypt gjaldeyri fyrir milljónir? Spyr sá sem ekki veit. Spilling kannski?

Ef ég væri útlendingur myndi ég ekki snerta Ísland með uppþvottahanska og töng. Jafnvel þó ég væri svíi. Við verðum að taka til ef við viljum að hlustað sé á okkur. Sé þetta gjaldeyrismál satt, er tími eggjanna liðinn. Einn molotov, takk. Þetta er farið út í rugl.


mbl.is Svíar sögðu nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum við lán? ... burt með spillingarliðið!

Mér skilst að ríkissjóður sé ennþá skuldlaus, þrátt fyrir allt. Það séu bankarnir sem sitji með skuldirnar og vonast sé til að þeir eigi eignir á móti. Mér skilst að við þurfum ekki að borga meira en það sem var til í tryggingasjóði. Til hvers þurfum við þá sex milljarða dollara lán, sem eru 775 milljarðar króna, 2.5 milljónir á hvern mann, konu og smábarn?

Það virðist vera þannig að við þurfum eiginlega ekkert að nota þennan gjaldeyri. Þetta sé bara svona einhvers konar öryggissjóður til að tryggja krónuna þegar hún fer á flot. Þetta skilst mér á því sem ráðamenn og mér lesnari menn segja. Mér skilst líka að það sé alvöru hætta á að krónunni sé ekki treyst og að þessi lán muni brenna upp við flotið. Þá hef ég bara eina spurningu.

Þurfum við að setja krónuna á flot? Eigum við ekki bara að gleyma henni? Ég hef látið telja mér trú um að Seðlabankinn eigi nógu mikið af evrum til að skipta út öllum krónum sem eru í umferð. Megnið af okkar fjármagni eru bara tölur í tölvu, svo seðlamagn skiptir tiltölulega litlu máli. Það sem þyrfti að gerast er að gengi krónunnar yrði ákveðið og svo yrði öllu skipt. Fólk gæti skipt út krónunum á sex mánaða tímabili. Það yrði ekkert gengishrun í kjölfar flotsins, engin erlend lán sem hyrfu í verðbólgubáli, myntkörfulán íslendinga myndu jafna sig, verðtrygging yrði óþörf.

Ég hef alltaf verið harður stuðningsmaður krónunnar og ekki viljað sjá neitt annað á mínu ástkæra Íslandi, en ég er ekki viss um að við höfum efni á að halda henni. 


mbl.is Enn vantar 5 milljarða Bandaríkjadala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt það versta ... burt með spillingarliðið

Ríki og sveitarfélög eru frábrugðin venjulegum fyrirtækjum. Þeim ber að tryggja stöðugleika eins og hægt er. Þessi ákvörðun Garðabæjar er arfavitlaus og mun koma í hausinn á þeim, eða öðrum. Atvinnulausir gera engum gagn, þeir kosta þjóðfélagið pening í formi bóta og eiga á hættu að verða andlega veikir ef ástandið endist eitthvað. Maður sem hefur verið atvinnulaus í einhverja mánuði á oft erfitt með að fara aftur út á vinnumarkaðinn þegar vinna býðst.

Þetta er ekki tími fyrir niðurskurð í opinberum framkvæmdum. Þvert á móti, á að setja allt í gang svo að ástandið haldist eins eðililegt og hægt er. 


mbl.is Skólabyggingum frestað í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband