11.10.2008 | 17:58
Orrustan um Ísland
Það sem á eftir fer er samsæriskenning sem datt ofan í hausinn á mér. Hún er byggð á atburðum síðustu vikna, en ég get ekki sannað hana og veit ekkert hvort hún stenst nána skoðun. Það væri þó gaman að heyra hvað fólki finnst.
Fundur Á og A verður vonandi árangursríkur. Það er öllum fyrir bestu að þjóðir geti unnið saman að vandanum sem að steðjar. Auðvitað eigum við að skoða okkar rétt, hvort við getum ekki krafist skaðabóta fyrir það sem ríkisstjórn Bretlands gerði. En er sú aðgerð kannski hluti af stærra plani til að knésetja Ísland?
Heyrst hefur að reynt hafi verið að fá lán frá öðrum þjóðum í sumar þegar sá í hvað stefndi. Seðlabankar USA og UK eiga að hafa komið í veg fyrir að við fengjum þau lán og þannig lagt grunninn að hruni íslenska fjármálakerfisins. Þeir sem eitthvað vita um samsæriskenningar, sem reyndar eru blákaldar staðreyndir í mörgum tilfellum, vita að seðlabanki USA er í höndum sömu manna og IMF og Alþjóðbankinn. Þessar stofnanir eru í höndum fárra auðmanna. Þeir eiga að vera að atefna að alheimsstjórn, svokallaðri New World Order þar sem þeir hafa vald yfir mannkyninu öllu. Til að vinna að því marki, hafa heimsálfur verið sameinaðar í ríkjasamtök, svo sem ESB, African Union, Asian Union, NAFTA og fleiri. Evran var tekin upp sem gjaldmiðill Evrópu og nú er verið að leggja grunnin að Amero, gjaldmiðli USA, Kanada og Mexíkó. Hugmyndin er svo að steypa ríkjasamtökunum saman í framtíðinni.
Einhverjar evrópuþjóðir vilja ekki leika með þeim. Ísland er ein þeirra. Með því að knésetja Ísland, er hægt að þvinga IMF upp á okkur og við missum mikið af sjálfsákvörðunarrétti okkar. Það er ekki erfitt að þvinga okkur inn í ESB ef IMF ákveður að það sé okkur fyrir bestu. Þeir loka því á kreditið og bíða. Þegar einn bankinn neitar að fara á hausinn er honum hrint með handafli. Þegar rússar koma svo inn í myndina, virðist dæmið vera að klikka og IMF býðst til að taka þátt í "björguninni". Allt til að missa ekki tökin á atburðarásinni. Það má ekki gerast að við komumst út úr þessu og höldum sjálfstæðinu.
Til að ná markmiðum sínum þurfa þeir alheimskreppu. Þeir pumpuðu því fjármagni inn á markaðinn, en skrúfuðu svo fyrir. Þannig komust fjármálastofnanir í þrot, tortryggnin tók við og hlutabréfin hrynja. Lönd munu sökkva, eitt af öðru, og "bjargvættirnir" munu taka við stjórn.
Erum við á tímamótum í mannkynssögunni? Er þessi New World Order á leiðinni að verða raunveruleiki?
![]() |
Stefnt á fund með Darling |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 12:46
Erum við að tapa áróðursstríðinu?
Ég get ímyndað mér að Geir muni aldrei gleyma þessari viku. Erlendis er honum yfirleitt lýst sem yfirveguðum og með svörin á hreinu. Batnandi manni er best að lifa. Eitt vil ég vita, annað hvort frá honum eða öðrum sem vit hafa á.
Í fréttum í Hollandi í gærkvöldi var talað um að eigandi Landsbankans væri glæpamaður. Hann hafi setið í fangelsi fyrir fjársvik. Mér skilst að eitthvað fleira hafi verið borið á hann. Ég veit ekki um hvern er átt, né nákvæmlega hvar hann sat inni, hve lengi og fyrir hvað því ég missti af þessu. Kannski að einhver geti upplýst mig um það hvað hollendingarnir eru að nota á okkur. Ég er nefninlega spurður um stöðuna hvar sem ég fer og það er eins og við séum öll sökuð um það sem er að gerast. Ísland og þjóðin öll hefur biðið gríðarlegan álitshnekki og ég vil geta svarað fólki samviskusamlega. Við megum ekki við svona fréttum nema þær sé hægt að útskýra. Sé þetta einhver æsifréttamennska vil ég geta kveðið fólk í kútinn með það sama. Sé þetta rétt, vil ég geta útskýrt hvað málið sé, því hollenskar fréttir ganga út á að selja og peppa upp þjóðarstoltið, eins og annars staðar.
![]() |
Einhver erfiðasta vika í seinni tíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)