Skjóta gæðinginn í hausinn

Ísland er alveg sérstaklega fallegt land... ennþá.

Ísland er sjálfstætt ríki... ennþá.

Ísland er ríkt... ennþá.

Hvers vegna er þessi árátta að virkja allt í bort, selja það fyrir tombóluverð, selja svo stóra hluti í fyrirtækjum til útlendinga svo hægt sé að græða eitthvað á landinu fallega.

Á meðan Írland, Svíþjóð og Finnland eru á hraðri leið inn í framtíðina eru íslendingar að rembast við að fara aftur um 100 ár. Af hverju þurfum við að halda baráttu Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti áfram? Höfum við ekkert lært á þeim 100 árum sem liðin eru síðan hún barðist á móti gráðugum íslendingum og útlendingum sem vildu virkja Gullfoss og þannig eyðileggja eina af fallegustu perlum Íslands?

Það er kannski best að hætta þessu væli, virkja allt í botn strax og klára dæmið, því þegar skaðinn er skeður hefur vælið ekkert upp á sig. Skjótum gæðinginn í hausinn. Þá þurfum við ekki að rífast um það hvernig hann skal nýttur. 


mbl.is Goldman Sachs að kaupa hlut í Geysi Green?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband