24.5.2007 | 13:17
Skiptir það máli?
Hálslón er að fyllast og við gátum ekkert gert í því. Alcoa og Alcan eru að sameinast og við getum ekkert gert í því nema vonað að þetta fyrirtæki sem kaupir hátt í 80% raforku Íslands verði ekki með leiðindi. Nú á að fara að virkja það sem eftir er af Þjórsá svo að fleiri pólverjar geti komið til Íslands til að framleiða ál í kókdósir.
Ekki að ég hafi neitt á móti Pólverjum, mér finnst bara svo leiðinlegt að sjá hvernig farið er með landið okkar. Mér verður reyndar svolítið óglatt við þetta allt saman. Þetta er svo mikið virðingarleysi við landið. Þetta er svo óafturkallanlegt. Þetta er svo ónauðsynlegt.
Ísland samþykkti Íraksstríðið, svo það er greinilegt að það eru skrítin sjónarmið sem ráða ferðinni. Kannski er bara best að hætta að láta þetta fara í taugarnar á sér.
![]() |
Tilboði tekið í ráðgjafaþjónustu við undirbúning virkjana í Þjórsá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)