Mats Kilian

Mats Kilian 4 dagaEins og þeir sem reynt hafa vita, tekur nýtt barn allan tíma frá þér. Vinna og barn, það er allt sem lífið snýst um. Það er samt allt í lagi þegar barnið er eins ljúft og Mats. Hann tekur lífinu með jafnaðargeði og er bara sáttur á meðan frumþörfunum þremur er sinnt, bleyjum, mjólk og svefni.

Amman í föðurætt kom í heimsókn og náði að taka fimmþúsund myndir. Ég held henni hafi bara litist vel á. Það var allavega nóg um Gucci, Gucci, Gucci hjá henni. Spurning hvort hún sé að lofa upp í ermina. Annars er þetta strákur og á að fá Boss eða Armani, ef maður er að fara út í eitthvað merkjabull.

Það er skrítið að verða pabbi. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég kalla mig það, 10 dögum seinna. Þetta er svo mikil breyting. Allt er breytt. Veit ekki hvernig á að lýsa þessu, en ef reynslumeiri pabbar lesa þetta, endilega skrifið athugasemdir svo ég geti lesið hvernig mér líður.

Meira seinna. Ætli sé ekki bleyja bíðandi. Og svo var ég að fá stuttmyndina frá klipparanum. Þarf að horfa á hana og sjá hvort hún sé tilbúin eða hvort ég þurfi að biðja um fínpússningu.


Bloggfærslur 7. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband