23.10.2007 | 08:08
Júbbí
Júbbí er dáinn.
Við fundum hann liggjandi í ganginum á laugardagskvöld. Hann gat varla staðið upp. Ég fór með hann til dýralæknis. Hún fann blóð í þvaginu og vildi skoða hann betur, svo ég skildi hann eftir. Við skoðun kom í ljós að hann var með rifu á þvagblöðrunni og slitin liðbönd í vinstri afturlöpp. Það lítur út fyrir að hann hafi fengið mikið högg milli lappanna. Hann hefur sennilega dottið einhverja metra niður á eitthvað, eða einhver hefur sparkað í hann. Það er sennilega líklegast, því á liðböndunum var að sjá að höggið kom innan frá. Hann hefur því ekki orðið fyrir bíl eða lent milli stafs og hurðar. Hann var í góðu formi og svoleiðis kettir lenda yfirleitt á fótunum ef þeir detta. Hann hafði verið hjá dýra síðan um helgina og á mánudag leit út fyrir að hann myndi jafna sig, en hann dó um átta leytið.
Við munum sakna hans, en það er líka leiðinlegt að Mats mun ekki geta leikið við hann. Þeir voru farnir að dúlla sér saman. Júbbí vissi auðvitað af Mats frá upphafi, en Mats hefur verið að uppgötva hann á síðustu vikum. Stundum sá maður þá saman. Þá hafði Júbbí komið upp að Mats til að þefa eða hvað það er sem kettir gera, og þá hafði Mats gripið til hans. Ef Mats náði taki á honum var togað, en aldrei gerði Júbbí neitt til baka. Dýr eru svo skynsöm, þau skilja að um óvita er að ræða. Svo var svo sniðugt að sjá þegar Mats var í barnastólnum, fór Júbbí upp á afturlappirnar og þefaði af hendinni og fékk bros og hlátur þegar Mats fann fyrir blautu nefinu. Svo kom Júbbí oft þegar Mats lá í fanginu á manni. Hann vildi vera með og það tókst því Mats fór, eins og dáleiddur, að fitla við feldinn. Það var eins og þeir væru orðnir perluvinir.
Júbbí var næstum því 10 ára. Hann fæddist í nóvember 1997. Hann hefur því fylgt mér síðan ég kom til Hollands. Leiðinlegt að hann sé farinn.
Þá vitið þið það.

Við munum sakna hans, en það er líka leiðinlegt að Mats mun ekki geta leikið við hann. Þeir voru farnir að dúlla sér saman. Júbbí vissi auðvitað af Mats frá upphafi, en Mats hefur verið að uppgötva hann á síðustu vikum. Stundum sá maður þá saman. Þá hafði Júbbí komið upp að Mats til að þefa eða hvað það er sem kettir gera, og þá hafði Mats gripið til hans. Ef Mats náði taki á honum var togað, en aldrei gerði Júbbí neitt til baka. Dýr eru svo skynsöm, þau skilja að um óvita er að ræða. Svo var svo sniðugt að sjá þegar Mats var í barnastólnum, fór Júbbí upp á afturlappirnar og þefaði af hendinni og fékk bros og hlátur þegar Mats fann fyrir blautu nefinu. Svo kom Júbbí oft þegar Mats lá í fanginu á manni. Hann vildi vera með og það tókst því Mats fór, eins og dáleiddur, að fitla við feldinn. Það var eins og þeir væru orðnir perluvinir.
Júbbí var næstum því 10 ára. Hann fæddist í nóvember 1997. Hann hefur því fylgt mér síðan ég kom til Hollands. Leiðinlegt að hann sé farinn.
Þá vitið þið það.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)