21.6.2006 | 18:24
Colbert - valdamesti maður heims?
Ég hef gaman af því að horfa á The Daily Show þegar ég er í Bandaríkjunum. Fastur þáttur er The Colbert Report, fréttaskýringar sem líta út fyrir að vera alvara en er hárbeitt grín.
Það má segja að Stephen Colbert hafi náð hátindi ferils síns í lok apríl þegar honum var boðið að tala í árlegri veislu í Hvíta Húsinu sem haldin var til heiðurs fréttamönnum. Forsetinn sat undir ískaldri gagnrýni í hálftíma án þess að geta gert neitt í því. Hann brosti til að byrja með en var orðinn stjarfur undir lokin. Sennilega einn versti hálftími í forsetatíð W.
Þetta ættu allir að sjá: http://video.google.com/videoplay?docid=-869183917758574879
21.6.2006 | 13:14
2000 kall á Selfoss
Þreföldun besnínverðs yrði spennandi. Á Íslandi yrðu áhrifin takmörkuð, 1760 krónur að keyra á Selfoss miðað við 320 kr. á lítran og 10 lítra á hundraðið. Það myndi kosta hátt í hálfa milljón að fara hringinn.
En eins og ég sagði er þetta ekkert stórmál. Sum lönd nota olíu til húshitunar og þau eru í djúpum...
Það er bara að vona að Pinky and the Brain sjái að sér.
![]() |
Stríð við Íran gæti þrefaldað olíuverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)