Eru Íslendingar Meðsekir?

Björn Bjarnason hefur alltaf getað gert mig orðlausan, þannig lagað.  Samkvæmt honum bera íslendingar enga ábyrgð á innrásinni í Írak. Hún hefði gerst hvort eð var.

Það er auðvitað satt sem hann segir að innrásin hefði gerst hvað sem íslendingar hefðu sagt eða gert. Spurningin er hins vegar, erum við ekki meðsek? Ef ég er í hópi sem ákveður að fremja glæp, innbrot, hópnauðgun, morð, og ákveð að standa ekki bara hjá heldur segja að þetta sé bara allt í lagi. Er ég ekki orðinn meðsekur þótt ég taki ekki beinan þátt í glæpnum? Glæpurinn hefði gerst hvort eð var því ekki gat ég stoppað hópinn.

Þetta hlýtur lögmaðurinn Björn Bjarnason að skilja. 


mbl.is Björn: Ríkisstjórn Íslands bar enga ábyrgð á innrásinni í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband