Færsluflokkur: Kjaramál
2.2.2012 | 11:48
Jóhanna móðgar...
...húsnæðiseigendur landsins með þessum útúrsnúningum. Hvernig getur beinasta leiðin verið í gegn um Brussel, samninga sem enn þarf að klára, setja í þjóðaratkvæði (það á að kjósa um þetta, ekki satt?) og skrifa undir? Svo þarf að tala um þetta í þinginu og setja í framkvæmd.
Er ekki einfaldara að hósta upp frumvarpi og bera fyrir Alþingi? Málið gæti klárast fyrir vorið! Hvernig getur það verið flóknara?
Svo er eitt sem gleymist oft að nefna. Þó verðtryggingin sé ekki almennt notuð innan ESB, er hún langt í frá bönnuð. ESB aðild er því engin trygging fyrir því að þessari bölvun verði létt af landanaum.
Beinasta leiðin að ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 21:35
Ljósin...
Hækkum skatta sem munu hækka framfærsluvísitöluna sem hækkar verðbólgu sem smyr á hjól verðtryggingarinnar sem er að setja fólk á hausinn og flæma úr landi.
Skjaldborg um heimilin?
Eins og þeir sögðu í den. Sá sem síðastur fer, vinsamlega slökkvið ljósin.
Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)