4.11.2008 | 08:03
Ákveðinn misskilningur í gangi
Síðast þegar ég tékkaði á málunum skildaði ég og landar mínir 600 milljarða. Sú tala mun breytast eitthvað þegar Seðlabankinn sleppir krónunni lausri. Við megum eiginlega ekkert við því að vera að gefa dýrar jólagjafir í ár.
Kaupþing, Nýja Kaupþing, IOU eða hvað hann heitir er ríkisbanki, og þar með í eigu okkar skuldahalasafnaranna. Ég vil því koma því áleiðis til réttra aðila að ákveðinn misskilningur sé í gangi. Ég fer fram á það við fjölskyldu mína að vera ekkert að gefa mér jólagjafir í ár. Þess þarf ekki, enda hafa allir nóg með sitt. Ég vil því draga það til baka að ég og við séum að gefa bankamönnum jólgjafir upp á einhverja milljarða.
Vonandi verður þetta leiðrétt sem fyrst. Annars sé ég mig knúinn til að tuða þar til ég er orðinn ansi óþolandi.
![]() |
Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2008 | 22:01
Elsku Björn
Ég er svo ofboðslega til í að trúa þér. Ég vil að allt verði í lagi og að tekið verði á málunum af festu og sanngirni. Ég vil trúa að aðdragandi hrunsins verði rannsakaður af hlutlausum aðilum sem þora að horfast í augu við sannleikann, sama hve sár hann er. Ég vil að öll spilin verði lögð á borðið og að við fáum öll að vita hvað gerðist. Það er nefninlega líf okkar og heimili sem lögð voru að veði. Það er því gott að þú takir á þessu máli með meinta hagsmunaárekstra og skýrir það út fyrir okkur.
Málið sem þú minnist á snýst um tvo menn og syni þeirra. Viltu vera svo góður að rökstyðja á mannamáli að þar séu engir hagsmunaárekstrar í gangi? Viltu sýna okkur svo ekki verði um villst að uppgjörið verði sanngjarnt og gegnsætt? Þá skal ég vera þægur og góður og ekki vera með þetta endalausa tuð í garð ráðamanna.
![]() |
Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2008 | 15:17
Besta mál, en...
![]() |
Vill gefa Íslendingum 300 milljónirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2008 | 16:31
Til fréttamanna og kvenna sem hafa of mikinn tíma framundan
Nýja Ísland lýsir eftir fréttamönnum og konum sem hafa lítið að gera á næstunni. Síðan getur ekkert greitt fyrir unna vinnu, enda er þetta óháð og frjáls hugsjónasíða. Eins og er, er þetta ekkert meira en spjallrás fyrir þá sem vilja breytingar, en það mun breytast á næstu dögum og vikum. Spjallið verður sjálfsagt undirstaðan, en við viljum líka bjóða upp á óháðar fréttir.
Þau sem áhuga hafa á að taka þátt geta skráð sig á síðuna eða sent mér póst. Hlekkir á síðuna og netfang er að finna hér til vinstri.
![]() |
BÍ með áhyggjur af fjölmiðlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |