Lögregluríki?

Þegar ég heyrði af handtöku Ómars í dag, skrifaði ég eftirfarandi athugasemd á DV.
 
"Afsakið orðbragðið, en hvaða helvítis lögregluríki er þetta fáránlega drullusamfélag orðið? Hvað í fjandanum hefur Ómar gert til að eiga það skilið að vera handtekinn? Þetta er eins og gamla Sovét og sögurnar sem maður er að heyra frá USA. Sleppið honum strax og biðjist afsökunar, ef þið viljið ekki algerlega missa almenningsálitið í skítinn."
 
Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra lét svo hafa þetta efitir sér. "Við búum greinilega ekki í réttaríki heldur lögregluríki."
 
Ríkisstjórnin fór illa af stað. Tók ákvarðanir sem féllu í grýttan jarðveg. Virðist hafa lítinn áhuga á að efna stórkostlegu loforðin frá í vor.
 
Það er staðreynd að íslendingar eru ekki mikil uppreisnarþjóð. Við höfum leyft hinum og þessum að ráðskast með okkur í aldir. Í fljótu bragði, man ég eftir tveimur undartekningum. Vér mótmælum allir Jóns Sigurðssonar og Búsáhaldabyltingin þar sem Hrunstjórnin hrökklaðist frá völdum.
 
Við höfum sýnt að við getum látið heyra í okkur þegar okkur er misboðið. Ég hef það á tilfinningunni að núverandi stjórnvöld séu að storka örlögunum. Íslenska þjóðin lætur sig hafa allan fjandann, en ef henni er endalaust misboðið, ef heiðarlegt fólk er handtekið með ruddaskap, ef ekkert verður gert til að leiðrétta það sem er að í stjórnsýslunni... þá kann fjandinn að vera laus.
 
Nýlenda skuldaþræla sem stjórnað er með harðri hendi er ekki landið sem við viljum að Ísland verði. Það er löngu kominn tími á að venjulegt fólk með eðlilegar skoðanir fari að stjórna í þessu landi. 

mbl.is Eiður: „Löggan tók mig fyrst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingana Heim

Það er gott mál ef Ísland er að ná til sín hátæknifyrirtækjum. Þjóðin er vel menntuð og á að geta verið brautryðjandi í flestu sem henni dettur í hug að taka sér fyrir hendur.

Fólksflótti eftir hrun getur þó sett strik í reikninginn. Fólk sem flytur að heiman virðist yfirleitt vera vel menntað, fólk sem kemst tiltölulega auðveldlega í góð störf í nágrannalöndunum. Þessu fólki þarf að ná til baka.

Ég hjó eftir þessu í fréttinni: "...meðal annars var Alvogen veittur frestur til þriggja ára á greiðslu gatnagerðargjöldum í Reykjavík."

Væri það ekki hugmynd að gera svipað fyrir íslendinga sem vilja koma heim? Gefa fólki sem átt hefur lögheimili erlendis í fimm ár eða lengur skattaafslátt, fella niður gatnagerðagjöld eða eitthvað svipað fyrstu 1-3 árin?

Málið er nefninlega að þjóðin er verðmætasta auðlind okkar, og ef við látum það óafskipt að best menntaða fólkið fari úr landi og komi ekki aftur, erum við í vanda. Framsækin fyrirtæki með vel menntað fólk innanborðs er sennilega besta tekjulind sem til er.

Svo er það auðvitað bónus að fá fólk heim sem kynnst hefur öðrum samfélögum, því víðsýni hlýtur að vera af hinu góða.


mbl.is Stórt heilbrigðisfyrirtæki skoðar Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmyndarlandið?

Hvernig getur þetta staðist? Það er nógu hrikalegt að fá krabbamein, þótt það þýði ekki gjaldþrot í leiðinni. Hvar er mannúðin í þeim sem semja fjárlögin? Hvað mun krabbameinsmeðferð kosta þegar sjúkrahús eru farin að láta eins og hótel?

Er þetta fyrirmyndarlandið? Er þetta Íslandið sem við viljum búa í? Erum við stolt af þessu?

En þetta er allt í lagi, því það er frítt að fara í kirkju. Spurning með að taka up gamla kerfið og biðja bara guð um hjálp ef maður veikist.


mbl.is Milljón úr eigin vasa í meðferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíð Íslands...

„En þeir eru til sem hafa ekki trú á Íslandi, þeir sem ala á sundrung og þeir sem aðhyllast öfgakennda hugmyndafræði og líta á hvern þann vanda sem upp kemur í samfélaginu fyrst og fremst sem tækifæri til að innleiða þær öfgar,“ sagði Sigmundur Davíð.

„Íslandssagan í meira en 1100 ár sýnir að þegar við Íslendingar höfum trú á landinu okkar og okkur sjálfum og þegar okkur auðnast að standa saman en látum ekki sundrung og niðurrifsöfl draga úr okkur þrótt, þá farnast okkur vel.“ 

Merkileg orð sem forsætisráðherra lét falla. Á meðan girðingar og lögreglumenn halda "skrílnum" frá þingmönnum, talar hann um niðurrifsöfl og "þá sem ala á sundrung og aðhyllast öfgakennda hugmyndafræði".
 
Ég get ekki betur séð en að SDG (innlend skammtöfun) og hans félagar séu þeir einu sem ala á sundrungu og öfgakenndri hugmyndafræði. Við hverju bjóst ríkisstjórnin? Grjótkasti? Mólótov kokkteilum? Í hvernig hugarheimi lifir þetta fólk? Og sé hætta á þessum öfgakenndu ofbeldisverkum, er þá ekki eitthvað að í þjóðfélaginu? Er ekki hugmynd að finna meinið og vinna á því í sátt við kjósendur, fólkið sem kom SDG og félögum á þing?
 
Sá þessa auglýsingu á MBL.
Þjóðin er sundruð. Það er enginn vafi á því. En af hverju? Er það af því stjórnvöld og peningaöflin hafa alið á sundrungu eða er það af því íslendingar eru svo heimsk þjóð?
 
Við höfum verið mötuð á stóriðjustefnunni í mörg ár. Allt er ál sem glóir. Verksmiðjur eru fyrir alvöru fólk. Jafnvel þegar sýnt er að álvinnsla er í vanda, vilja þeir virkja meira, skemma meira, svo hægt sé að byggja fleiri álver.
 
Listir og menning er eitthvað sem fólk getur dundað sér við í tómstundum ef það nennir. Útlendingar, þessir leiðinlegu túristar, eru til þess eins að blóðmjólka og senda svo heim. Þeir gefa sama og ekkert af sér hvort eð er.
 
Nei, stóriðjan er málið. Eitthvað annað er ekkert.
 
Flugvöllurinn skal fara. Skiptir ekki máli hvort við höfum efni á því að byggja nýjan ákkúrat núna eða ekki.
 
ESB er útlensk skammstöfun og útlendingarnir skilja okkur hvort eð er ekki. 
 
Svo sér maður þjóðina klofna, rífast, sveitavarginn bölva lattelepjurunum. Þeir gefa okkur bein til að rífast um og við hlýðum eins og barðir hundar.
 
Við erum ein þjóð í einu landi. Við getum haft það fínt. En aðeins ef við hættum að láta ata okkur saman í einhverjum tilgangslausum hanaslag. Það eru öfl í samfélaginu sem ala á sundrungu því þau vita að ef þjóðin ákveður að standa saman, verður bylting. Ekki með pottum og pönnum, bensínsprengjum og líkamsárásum, heldur bylting hugarfars.
 
Og bylting hugarfars, að þjóðin klifri upp úr skotgröfunum og sættist, er það eina sem "þau" eru hrædd við.
 
Texti við mynd sést víst ekki almennilega, en hann er: Sá þessa auglýsingu á MBL. "Eftir að rekstur hefst..." Nákvæmlega. Þá er búið að rústa náttúrunni sem fer undir vatn. Disinfo, DoubleSpeak, eins og þeir segja í útlandinu. 

mbl.is Minnkar um 20 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðin til Fasisma?

Sterk fyrirsögn, en stundum velti ég fyrir mér hvert við erum að fara.

Ég man þegar öryggisverðir voru eitthvað sem þeir höfðu í útlöndum. Íslendingar myndu aldrei fara svo lágt að það þyrfti að verja og vernda þingmenn eitthvað sérstaklega.

En eins og einhver sagði, öfgaskríllinn er að eyðileggja þessa virðulegu athöfn.

Virðuleikinn kemur okkur ekki upp úr skuldafeninu sem vanhæfar ríkisstjórnir hafa komið okkur í. Mótmæli við setningu alþingis eru ekkert óvart. Það er ástæða fyrir því ef þingmönnum finnst þeir þurfi að læðast með veggjum.

Hvernig væri að laga það sem að er í þjóðfélaginu, frekar en að þýpka gjáina milli þings og þjóðar enn frekar? 


mbl.is Undirbúa setningu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband