21.10.2013 | 17:04
Lögregluríki?
![]() |
Eiður: Löggan tók mig fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2013 | 09:16
Íslendingana Heim
Það er gott mál ef Ísland er að ná til sín hátæknifyrirtækjum. Þjóðin er vel menntuð og á að geta verið brautryðjandi í flestu sem henni dettur í hug að taka sér fyrir hendur.
Fólksflótti eftir hrun getur þó sett strik í reikninginn. Fólk sem flytur að heiman virðist yfirleitt vera vel menntað, fólk sem kemst tiltölulega auðveldlega í góð störf í nágrannalöndunum. Þessu fólki þarf að ná til baka.
Ég hjó eftir þessu í fréttinni: "...meðal annars var Alvogen veittur frestur til þriggja ára á greiðslu gatnagerðargjöldum í Reykjavík."
Væri það ekki hugmynd að gera svipað fyrir íslendinga sem vilja koma heim? Gefa fólki sem átt hefur lögheimili erlendis í fimm ár eða lengur skattaafslátt, fella niður gatnagerðagjöld eða eitthvað svipað fyrstu 1-3 árin?
Málið er nefninlega að þjóðin er verðmætasta auðlind okkar, og ef við látum það óafskipt að best menntaða fólkið fari úr landi og komi ekki aftur, erum við í vanda. Framsækin fyrirtæki með vel menntað fólk innanborðs er sennilega besta tekjulind sem til er.
Svo er það auðvitað bónus að fá fólk heim sem kynnst hefur öðrum samfélögum, því víðsýni hlýtur að vera af hinu góða.
![]() |
Stórt heilbrigðisfyrirtæki skoðar Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2013 | 09:54
Fyrirmyndarlandið?
Hvernig getur þetta staðist? Það er nógu hrikalegt að fá krabbamein, þótt það þýði ekki gjaldþrot í leiðinni. Hvar er mannúðin í þeim sem semja fjárlögin? Hvað mun krabbameinsmeðferð kosta þegar sjúkrahús eru farin að láta eins og hótel?
Er þetta fyrirmyndarlandið? Er þetta Íslandið sem við viljum búa í? Erum við stolt af þessu?
En þetta er allt í lagi, því það er frítt að fara í kirkju. Spurning með að taka up gamla kerfið og biðja bara guð um hjálp ef maður veikist.
![]() |
Milljón úr eigin vasa í meðferðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2013 | 09:01
Framtíð Íslands...
En þeir eru til sem hafa ekki trú á Íslandi, þeir sem ala á sundrung og þeir sem aðhyllast öfgakennda hugmyndafræði og líta á hvern þann vanda sem upp kemur í samfélaginu fyrst og fremst sem tækifæri til að innleiða þær öfgar, sagði Sigmundur Davíð.
Íslandssagan í meira en 1100 ár sýnir að þegar við Íslendingar höfum trú á landinu okkar og okkur sjálfum og þegar okkur auðnast að standa saman en látum ekki sundrung og niðurrifsöfl draga úr okkur þrótt, þá farnast okkur vel.

![]() |
Minnkar um 20 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2013 | 13:13
Leiðin til Fasisma?
Sterk fyrirsögn, en stundum velti ég fyrir mér hvert við erum að fara.
Ég man þegar öryggisverðir voru eitthvað sem þeir höfðu í útlöndum. Íslendingar myndu aldrei fara svo lágt að það þyrfti að verja og vernda þingmenn eitthvað sérstaklega.
En eins og einhver sagði, öfgaskríllinn er að eyðileggja þessa virðulegu athöfn.
Virðuleikinn kemur okkur ekki upp úr skuldafeninu sem vanhæfar ríkisstjórnir hafa komið okkur í. Mótmæli við setningu alþingis eru ekkert óvart. Það er ástæða fyrir því ef þingmönnum finnst þeir þurfi að læðast með veggjum.
Hvernig væri að laga það sem að er í þjóðfélaginu, frekar en að þýpka gjáina milli þings og þjóðar enn frekar?
![]() |
Undirbúa setningu Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |