Fyndnasti bloggarinn er...

Fyrir einhverjum mánuðum síðan bað ég fólk að tilnefna fyndnasta bloggarann á Blog.is. Það er augljóst að það eru ekki margir fyndnir pennar hér, þar sem aðeins var stungið upp á þremur. Nema að bloggið mitt sé bara ekki vinsælla en svo að enginn hafi séð þessa færslu og þar af leiðandi ekki vitað af þessari samkeppni. Verum ekkert ap velta okkur upp úr því. Sannleikurinn getur verið pínlegur.

Það komust sem sagt þrír bloggarar í úrslit. Hægt er að kjósa hér til hliðar. Endilega potið í hlekkina hér að neðan og kynnið ykkur málið

gemsaEva Kamilla Einarsdóttir

Beitt og skemmtilegt sjálfsháð sem fáir leika eftir. (Galdrmeistarinn)

 

gunnar_eysteinssonGunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson er nátturlega bara algjör snilld... (Petra)

 

090106_asnar_033_62210Gerður Rósa Gunnarsdóttir

...hún hefur sérlega skemmtilega sýn á hversdagsleikann. (Vala)

 

Svo má koma með athugasemdir þar sem stungið er upp á hvað skal vera í vinning. Ég náði ekki að hugsa dæmið svo langt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kvitt og búin að kjósa.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.11.2006 kl. 10:33

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eftir fyrsta daginn er hægt að segja að staðan er spennandi. Einn aðilinn hefur tekið forskot, en alls ekki nógu mikið til að vera örugg(ur). 102 hafa skoðað síðuna í dag en aðeins 16 hafa kosið. Það er því hægt að segja að allt getur gerst. Nokkur atkvæði til og frá og staðan er gjörbreytt.

Nú er bara að vona að færslan hangi inni á aðalsíðunni svo fólk komi og kjósi. 

Villi Asgeirsson, 20.11.2006 kl. 21:21

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Kvitt og kosið !!!

Sigrún Friðriksdóttir, 21.11.2006 kl. 01:36

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er hádegi daginn eftir og ekki hægt að segja annað ern að þetta sé mjög jöfn keppni. Ekki það að þau þrjú séu að keppa neitt sérstaklega, en það er engin leið að segja hver mun vinna. Nú hafa 39 kosið og þau eru öll á milli 30% og 35%. Það er því enginn að stinga hina af. Um að gera að kjósa um þann sem þér þykir bestur...

Villi Asgeirsson, 21.11.2006 kl. 11:57

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Að koma hádegi aftur og 41 atkvæði komin, sama og í gærkvöldi. Þessi færsla er auðvitað ekki á aðalsíðunni og sést því ekki. "Keppendurnir" eru ennþá mjög jafnir, allir með 31-34%.

Eigum við ekki að segja að ef atkvæðin eru ekki komin yfir 50 á hádegi á morgun, lýsi ég yfir sigurvegara? 

Villi Asgeirsson, 22.11.2006 kl. 11:01

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nú hafa 51 kosið. Það er meira en 50. Við höldum þessu áfram til hádegis á morgun. Þá verður sett inn ný færsla það sem sigurvegari er krýndur. Þeir sem eiga eftir að kjósa, gerið það strax því eftir að færslan er farin í loftið á morgun er það orðið of seint. Takk fyrir að kjósa og komið með hugmyndir um vinninga.

Villi Asgeirsson, 23.11.2006 kl. 13:34

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nú er klukkan níu á Íslandi og 60 hafa kosið. Það er barátta í gangi. Sá bloggari sem hafði flest atkvæði í gær er nú í öðru sæti, en það munar innan við tveimur prósentustigum. Atkvæði verða talin eftir þrjá tíma, svo þeir sem hafa ekki kosið, gerið það núna.

Villi Asgeirsson, 24.11.2006 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband