Steve Jobs lætur af störfum vegna veikinda

Steve Jobs, stofnandi og forstjóri Apple hefur tekið sér sex mánaða frí frá störfum vegna veikinda. Hann fékk krabbamein í brysi fyrir fimm árum en jafnaði sig af því. Á síðasta ári mátti sjá að hann hafði horast mikið og þegar ákvörðun var tekin að hann kæmi ekki fram á MacWorld Keynote, nú í janúar, urðu Apple notendur og fjárfestar órólegir. Hann hefur nú tekið sér frí, en margir efast um að hann komi aftur.

Í ræðunni hér að neðan tekur Steve Jobs fram að hann kláraði aldrei framhaldsnámið. Hann segir reyndar þrjár sögur sem eiga erindi til allra. Ég mæli með að sem flestir gefi sér 14 mínútur til að hlusta á hann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Einlæg og flott ræða. Var einmitt á fyrirlestri í morgun þar sem hann var tekinn sem dæmi um tölvuséní sem kom með eitthvað úr allt annarri átt en hinir - samanber fontana í tölvum. Og hvernig hann hefði sett saman teymi manna og forrita til að búa til tölvumyndavél sem umbylti kvikmyndaheiminum? Alveg magnað! Vona innilega að þessi snillingur nái bata.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 15.1.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband