Elsku Björn

Ég er svo ofboðslega til í að trúa þér. Ég vil að allt verði í lagi og að tekið verði á málunum af festu og sanngirni. Ég vil trúa að aðdragandi hrunsins verði rannsakaður af hlutlausum aðilum sem þora að horfast í augu við sannleikann, sama hve sár hann er. Ég vil að öll spilin verði lögð á borðið og að við fáum öll að vita hvað gerðist. Það er nefninlega líf okkar og heimili sem lögð voru að veði. Það er því gott að þú takir á þessu máli með meinta hagsmunaárekstra og skýrir það út fyrir okkur.

Málið sem þú minnist á snýst um tvo menn og syni þeirra. Viltu vera svo góður að rökstyðja á mannamáli að þar séu engir hagsmunaárekstrar í gangi? Viltu sýna okkur svo ekki verði um villst að uppgjörið verði sanngjarnt og gegnsætt? Þá skal ég vera þægur og góður og ekki vera með þetta endalausa tuð í garð ráðamanna.


mbl.is Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er vissuega einlæg og falleg ræða sem þú stílar á Björn Bjarnason en því miður ég held að hann sé löngu búin að týna þeim tilfinningum sem þú reynir að höfða til. Mér þykir það leitt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 01:00

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tími Björns í pólitík er í raun búinn, restin er aðeins gálgafrestur!

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2008 kl. 01:36

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ótrúlega langur gálgafrestur sem hann hefur fengið en þeir halda vel utan um sína þarna í Sjálfstæðisflokknum. Sbr. t.d. Halldór Blöndal

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband