Launaþrælar

Það er vont að vita til þess að í alsnægtarþjóðfélaginu á Íslandi hafi 60% þjóðarinnar ekki efni á að kaupa sér húsnæði. Maður hefði haldið að þróunin yrði í hina áttina, en svo er ekki. Hverju er um að kenna? Kapítalisma? Of mikilli íhlutun stjórnvalda? Röngum flokkum í stjórn? Röngum áherslum stjórnvalda þar sem hlutfallslega mörg láglaunastörf eru sköpuð? Hver sem ástæðan er, þá er það greinilegt að á Íslandi er ekki það þjóðfélag sem við vildum, unnum að og héldum að við byggjum í.

Ég er í svipaðri stöðu. Það er að vísu svolítið mér að kenna. Ég var í góðri vinnu, en sagði henni upp. Þegar ég segi góðri, á ég við að hún hafi verið þokkalega borguð. Þetta var leiðinleg vinna og ég hafði lært kvikmyndun, svo ég sagði starfi mínu lausu, fór að vinna hlutavinnu og setti upp eigið kvikmyndafyrirtæki. Í hlutastarfinu er ég með rúmlega helmingi lægra tímakaup en áður. Þetta eru miðlungslaun, en ég gæti aldrei lifað af þeim. Sem betur fer er konan enn á góðum launum, en þó finnum við all hrottalega fyrir peningaleysinu. Þetta, þrátt fyrir að hafa keypt okkar húsnæði fyrir níu árum síðan. Það er því augljóst að báðir aðilar þurfa að hafa góðar tekjur til að lifa af. Ég tek það fram að við erum í Hollandi, en ástandið er síst betra heima.

Af kvikmyndadæminu er það að segja að innkoman þar er ekki upp á marga fiska. Þau störf sem ég vinn fyrir aðra eru illa borguð og vonlaust að lifa af því. Ég tók upp stuttmynd á Íslandi í fyrra. Þá var ég enn í gamla starfinu. Ég gæti ekki gert þetta aftur því það er ekki til peningur. Vandamálið við myndina er að hún er stutt, og því lítill markaður fyrir hana.

Þessi frétt og fréttin um Torrent.is í gær hefur fengið mig til að hugsa málið. Ég ætla að setja myndina á netið 1. desember og leyfa hverjum sem er að ná í hana og horfa á. Hafi fólk gaman af henni vona ég að það borgi fyrir. Svo er ég að reyna að koma henni á hátíðir. Eftir það er ekkert annað að gera en að snúa sér að næsta máli sem verður að vera kvikmynd í fullri lengd. Spurning með að taka á vandamálum líðandi stundar. Hvað er að þjóðfélaginu? Hvernig má bæta það? Ef íslendingar geta ekki lifað af launum sínum, hver getur það þá? Ég er ekki að tala um skandinavíska vandamálamynd, en það gæti verið gaman að kryfja þjóðfélagið og skoða hvað er í gangi. Allar hugmyndir eru velkomnar.

Ég sendi samúðar- og baráttukveðjur til allra sem ekki geta fengið þak yfir höfuðið. Stöndum saman og gerum Ísland að draumalandinu sem það ætti að vera. 


mbl.is Meðaltekjur duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað út í hött að það sé svona erfitt fyrir fólk að ná endum saman.  Snúum þróuninni við, verjumst öllum nýjum sköttum og heimtum niðurfellingu á eldri gjöldum, eðlilegt kostnaðargjald af almenningsfyrirtækjum, svo sem orkufyrirtækjum, og sparnað í ríkiskerfinu.  Kerfið er fyrir fólkið, við eigum ekki að vera þrælar þessl.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband